Máli Blönduóss gegn Kleifafjölskyldunni vísað frá Hæstarétti Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2019 09:09 Kleifafjölskyldan vill nú hefja uppbyggingu sem hefur beðið. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“ Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00