Máli Blönduóss gegn Kleifafjölskyldunni vísað frá Hæstarétti Sveinn Arnarsson skrifar 13. júní 2019 09:09 Kleifafjölskyldan vill nú hefja uppbyggingu sem hefur beðið. Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“ Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Áslaug Thorlacius myndlistarmaður og fjölskylda hennar anda léttar eftir að Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Blönduósbæjar á hendur sér. Bærinn hafði haft betur í baráttu við fjölskylduna bæði í hérðasdómi og fyrir Landsrétti. Blönduósbær vildi rifta lóðarleigusamningi við fjölskylduna og taka jörð hennar, Kleifar, eignarnámi. Taldi Hæstiréttur málatilbúnað ekki réttan og vísaði málinu frá héraðsdómi. Fjölskyldan og sveitarfélagið hafa í um áratug deilt um jörðina sem liggur að Blöndu sunnan sjúkrahússins á Blönduósi. Erfðafestuleigusamningur var gerður árið 1932 og byggingarbréf var samþykkt árið 1951. Byggingarbréfið er um 12 hektara jarðarinnar en jörðin í heild sinni er um 18 hektarar. Samkvæmt Hæstarétti vildi Blönduósbær taka til sín öll mannvirki og alla 18 hektarana og byggði á því að ekki hefði verið farið eftir efndum byggingarbréfsins. Hæstiréttur segir það af og frá að bærinn geti tekið alla 18 hektarana vegna vanefnda í byggingarbréfi sem aðeins er um hluta jarðarinnar. Vegna þessa misræmis í málatilbúnaði Blönduósbæjar verður að vísa málinu frá og þarf bæjarfélagið að greiða fjölskyldunni þrjár milljónir króna í lögfræðikostnað á öllum dómstigum. „Við erum afar ánægð með þessar málalyktir. Við erum enn að rýna dóminn en okkur sýnist við hafa unnið fullnaðarsigur í þessu máli,“ segir Áslaug. „Þetta hefur tekið tíma og orku og okkur þykir ánægjulegt að nú sé því lokið og við getum farið að hefja uppbyggingu.“ Áslaug Thorlacius og maður hennar, Finnur Arnar Arnarson, fengu menningarverðlaun DV vegna menningarlífs á Kleifum. Valdimar Hermannsson, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hver næstu skref bæjarins séu í málinu. Nú verði dómurinn skoðaður og næstu skref ákveðin í rólegheitum. „Það er enginn ágreiningur um að bærinn á landið en rétturinn til nýtingar landsins gengur í erfðir samkvæmt samningi þar um,“ segir Valdimar. „Við höfum verið að taka til okkar bletti hér og þar í kringum bæinn og við munum bara skoða þetta mál rólega og af yfirvegun.“
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Dómsmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Segir sveitarfélagið ætla að taka ævistarf afa síns eignarnámi Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni til eignarnámsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson dómari vildi gera sveitarfélagið afturreka með eignarnámið þar sem krafan væri of víðfeðm. Núverandi eigendur að fasteignum á jörðinni telja máli 22. desember 2018 09:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent