Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur

Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt ríkinu vegna atvinnumissis í kjölfar ólögmæts gæsluvarðhalds og fjölda þvingunarráðstafana lögreglu fyrir tæpum áratug. Guðmundur hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan og krefst hann nú tæplega 60 milljóna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Mun alltaf bera ör eftir árásina

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar í nóvember. Þolandinn hlaut tíu stungusár og tvö höfuðkúpubrot og verður lengi að jafna sig af áfallinu.

Innlent
Fréttamynd

Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni

Lögmannsstofa fyrir Universal og Warner fékk leyfi dómara til að kalla til lögmenn frá New York til að annast málsvörn tónlistarrisanna í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar í Los Angeles. Leggja á fram greinargerðir fyrir 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Ók þrettán sinnum undir áhrifum efna

Á rúmlega árs tímabili árin 2017 og 2018 var maðurinn stöðvaður þrettán sinnum af lögreglu undir áhrifum amfetamíns eða kannabis. Maðurinn var án ökuréttinda í öll þrettán skiptin.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónn keypti vændi

Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi var í nóvember dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa keypt vændi.

Innlent