Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 22:24 Kristín Eysteinsdóttir sagði fyrir dómi að sér hafi borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis af hálfu Atla Rafns. Vísir/Egill Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara. Leikfélagið og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Í yfirlýsingu sem Kristín sendi fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur í kvöld kemur fram að stjórnin telji niðurstöðuna í dag skapa óvissu um hvernig stjórnendum á vinnustað beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. Hann fékk hvorki að vita hver hefði kvartað undan honum né nákvæmlega undan hverju hefði verið kvartað. Krafðist hann þrettán milljóna króna frá Leikfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar Leikfélagsins óvissu um skyldur vinnuveitenda gagnvart starfsfólki. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ekki sé vikið að hagsmunum starfsmanna sem hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni og kröfu þeirra um vellíðan og öryggi í forsendum dómsins. „Þessi niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar LR óvissu um skyldur vinnuveitanda gagnvart starfsfólki, hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti slíkum kvörtunum í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaður við þau sem kvartað hafa sé brotinn og að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum. Það er að segja hvort ásakanirnar sem slíkar skapi hinum meinta geranda vernd gegn uppsögnum umfram það sem almennt tíðkast á almennum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá gerir stjórnin athugasemd við að í forsendum dómsins komi fram að Atli Rafn hafi eftir atvikum átt rétt á að breyta hegðun sinni. Telur stjórnin þá kröfu ekki eiga við á almennum vinnumarkaði þó að hún eigi við í opinberum starfsmannarétti. „Þá er því ósvarað hvernig vinnuveitandinn eigi að samþætta slíka kröfu við skyldur sínar gagnvart þeim er kvartað hafa og upplifa vanlíðan á vinnustaðnum,“ segir í yfirlýsingunni sem Kristín og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar LR, skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara. Leikfélagið og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Í yfirlýsingu sem Kristín sendi fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur í kvöld kemur fram að stjórnin telji niðurstöðuna í dag skapa óvissu um hvernig stjórnendum á vinnustað beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. Hann fékk hvorki að vita hver hefði kvartað undan honum né nákvæmlega undan hverju hefði verið kvartað. Krafðist hann þrettán milljóna króna frá Leikfélaginu vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar Leikfélagsins óvissu um skyldur vinnuveitenda gagnvart starfsfólki. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ekki sé vikið að hagsmunum starfsmanna sem hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni og kröfu þeirra um vellíðan og öryggi í forsendum dómsins. „Þessi niðurstaða héraðsdóms skapar að mati stjórnar LR óvissu um skyldur vinnuveitanda gagnvart starfsfólki, hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti slíkum kvörtunum í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaður við þau sem kvartað hafa sé brotinn og að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum. Það er að segja hvort ásakanirnar sem slíkar skapi hinum meinta geranda vernd gegn uppsögnum umfram það sem almennt tíðkast á almennum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá gerir stjórnin athugasemd við að í forsendum dómsins komi fram að Atli Rafn hafi eftir atvikum átt rétt á að breyta hegðun sinni. Telur stjórnin þá kröfu ekki eiga við á almennum vinnumarkaði þó að hún eigi við í opinberum starfsmannarétti. „Þá er því ósvarað hvernig vinnuveitandinn eigi að samþætta slíka kröfu við skyldur sínar gagnvart þeim er kvartað hafa og upplifa vanlíðan á vinnustaðnum,“ segir í yfirlýsingunni sem Kristín og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar LR, skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels