Vildu sleppa við 250 þúsund krónurnar en þurfa nú að borga milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:25 Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira