Vildu sleppa við 250 þúsund krónurnar en þurfa nú að borga milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:25 Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent