Hörður Axel búinn að ná Loga í þristum Hörður Axel Vilhjálmsson hefur verið á hraðferð upp listann yfir flestar þriggja stiga körfur í fyrstu umferðum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 18. október 2024 17:01
Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Körfubolti 18. október 2024 09:28
Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Körfubolti 18. október 2024 07:02
„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. Körfubolti 18. október 2024 00:02
„Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. Körfubolti 17. október 2024 23:28
Uppgjörið: Álftanes - Valur 100-103 | Álftanes kastaði frá sér fyrsta sigri til Vals Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi í framlengdum leik 100-103. Þetta var fyrsti sigur Vals á tímabilinu á meðan Álftanes hefur tapað öllum þremur leikjunum. Körfubolti 17. október 2024 22:53
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 22:52
Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. Sport 17. október 2024 22:22
Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 17. október 2024 22:20
Ægir: Hinn klassíski liðssigur Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. Sport 17. október 2024 21:18
Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17. október 2024 19:31
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnarlausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn. Körfubolti 17. október 2024 18:31
Uppgjörið: Tindastóll - Haukar 106-78 | Haukar áfram fallbyssufóður Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig. Körfubolti 17. október 2024 18:31
Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 17. október 2024 15:01
Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni. Körfubolti 17. október 2024 13:02
„Alltaf í einhverjum skotgröfum“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Val í Bónus-deild karla í körfubolta. Bæði lið leita síns fyrsta sigurs í deildinni. Körfubolti 17. október 2024 12:02
Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Körfubolti 17. október 2024 10:31
Aðeins 65 dögum eldri en þegar Logi pabbi hennar náði þessu Hin unga Sara Börk Logadóttir sprakk út í leik Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta í gær. Körfubolti 16. október 2024 13:31
Kristófer valdi besta samherjann á ferlinum Eins og fram kom í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi og á Vísi í morgun stefnir Kristófer Acox á endurkomu með Valsmönnum á næstu vikum. Hann ætlar sér að vera kominn á fullt í Bónusdeildinni í janúar. Körfubolti 16. október 2024 12:00
Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Körfubolti 16. október 2024 08:32
Vörn Keflavíkur gerir Pavel brjálaðan: „Konan mín þurfti að halda mér niðri“ Pavel Ermolinskij hrífst af liði Keflavíkur í Bónus deild karla. Keflvíkingar geta þó líka gert hann gráhærðan með tilburðum sínum í vörninni. Pavel ræddi um Keflavík í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. október 2024 13:30
Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 14. október 2024 23:33
Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Það er alltaf mikið happadrætti að velja sér erlenda leikmenn í köfuboltanum en KR-goðsögn er á því að þeir hafi fengið vinninginn í haust. Körfubolti 14. október 2024 12:02
Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij ræddu byrjun Tindastólsmanna í Bónus deild karla í körfubolta í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 14. október 2024 09:02
„Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins. Körfubolti 12. október 2024 21:51
„Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Körfubolti 12. október 2024 21:38
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Grindavík vann öruggan tólf stiga sigur á Haukum í Bónus-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu. Körfubolti 12. október 2024 21:14
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Körfubolti 12. október 2024 20:51
Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Tómas Steindórsson er búinn að vera duglegur að hreyfa sig í sumar við það að undirbúa sig fyrir körfuboltatímabilið ef marka má kollega hans í Körfuboltakvöldi Extra. Körfubolti 11. október 2024 23:02
„Naut þessa leiks í botn“ Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. Körfubolti 10. október 2024 23:14