Sport

„Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Bragi Guðmundsson á flugi.
Bragi Guðmundsson á flugi. Vísir / Anton Brink

Ármann gerði frábæra ferð til Keflavíkur í kvöld þegar þeir heimsóttu Keflvíkinga í Blue höllinni og sóttu níu stiga sigur 93-102 þegar fimmtánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína í kvöld. Bragi Guðmundsson mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er svo ánægður, þetta var svo stór sigur“ sagði Bragi Guðmundsson leikmaður Ármanns eftir leik.

„Ég er geggjað stoltur af liðinu og við börðumst allan leikinn. Keflavík voru flottir á köflum og við fráköstuðum mjög vel í endann og þeir áttu mjög erfitt með að díla við það“

Ármann leiddi leikinn frá fyrstu mínútu og voru bersýnilega klárir í verkefnið sem var fyrir hendi.

„Við erum tilbúnir að gera allt til þess að halda okkur í þessari deild. Ég held að þetta sé bara að við viljum þetta meira“

Þetta var annar sigur Ármenninga í röð sem gefur þeim mikið sjálfstraust fyrir komandi verkefni.

„Ég veit ekki alveg hvernig leikirnir fóru í kvöld en við ættum að vera í níunda sæti eða eitthvað, ekki í fallsæti núna“

„Við unnum góðan sigur á Val, já það vantaði kanann þeirra og við unnum Keflavík og Remy [Martin] var á einum fæti, þið getið sagt allt. Okkar kani er ekki búin að æfa einu sinni í vikunni því hann hefur verið með stokk bólgna hendi. Ég held að fólk ætti bara að fara virða okkur“

„Ég er bara jákvæður. Við reynum allt til þess að halda okkur uppi og ég er bara spenntur“ sagði Bragi Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×