
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna
Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð.