„Naut þessa leiks í botn“ Gunnar Gunnarsson skrifar 10. október 2024 23:14 Viðar Örn í ham á hliðarlínunni í fyrra Vísir/Bára Dröfn Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil. „Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“ Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
„Við skerptum á varnarleiknum, stigum hærra á þá og vorum ákveðnari gegn [Wendell] Green. Við sendum hann á stóru mennina og létum hann taka erfið skot þar. Við vorum full linir gagnvart honum framan af leik, þá fann hann auðveldar sendingar en við hertum á því og náðum betri stoppum.“ „Sóknarlega fórum að hlaupa mikið með engan í horninu og þannig fengum við góðar opnanir,“ svaraði Viðar Örn, aðspurður um hvað hefði snúið leiknum Hetti í vil í lok fjórða leikhluta. Höttur var undir 89-95 þegar fjórar mínútur voru eftir og hafði elt leikinn allt frá öðrum leikhluta. Í hvert skipti sem liðið komst í seilingarfjarlægð við Keflavík virtust gestirnir eiga svör. En Hattarmenn héldu alltaf áfram og það bar árangur. Salvador fann lausnirnar við leik Keflavíkur Viðar sagði nýjan meðþjálfara sinn, Salvador Guardia, hafa átt stóran þátt í að Hetti tókst að leysa úr stöðunni og vinna sig til baka. „Hann á risa þátt í þessum sigri með að greina Keflavíkur liðið vel. Hann kom með hugmyndir um hvað við myndum gera varnarlega, hvernig við settum leikinn upp og það var stór hluti af því að við kláruðum leikinn. Hann kemur með reynslu og góðar hugmyndir inn í það sem við erum að gera.“ Leikurinn var alltaf jafn, hvorugt liðið komst í tíu stiga forustu og oft á tíðum settu leikmenn niður glæsileg skot. „Þetta var þrususkemmtilegur leikur og mikill hávaði í áhorfendum. Það voru læti, tekist á og alls konar barátta í gangi.“ Hattarlið Viðars hafa til þessa verið þekktust fyrir góðan varnarleik en fyrstu tvo leikina á nýju tímabili hefur liðið skorað meira en 100 stig í venjulegum leiktíma. „Þegar við erum samstilltir, hreyfum boltann vel, nýtum okkar fimm menn og ráðumst á vörn andstæðinganna þar sem við ætlum okkur erum við drulluflottir. Við vorum það í dag og síðast og byggjum á því.“ Viðar Örn vonast til að leikurinn gefi Hetti áframhaldandi sjálfstraust. „Við fáum bara tvö stig fyrir sigurinn, þrjú eru ekki í boði þótt við vildum. Sigurinn gefur okkur sjálfstraust og tvö stig. Þau verða ekki tekin af okkur. Við höfum enn hluti sem við getum bætt en við erum á fínum stað þannig það er stefnan að taka tvö stig næst og halda þannig áfram.“
Körfubolti Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira