GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:59 Helgi Már þekkir það að verja titla og telur núverandi Íslandsmeistara þurfa á hjálp að halda. vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit