Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. Gagnrýni 17.1.2025 07:30
Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti. Bíó og sjónvarp 16.1.2025 07:02
Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Hallgrímur Helgi Helgason, þýðandi, handritahöfundur og sonur Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra, segir furðulegu ljósi brugðið upp af föður sínum í annars rómuðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur. Menning 15.1.2025 13:49
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Skoðun 8.1.2025 16:30
Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Tekjuhæsta mynd ársins 2024 í íslenskum kvikmyndahúsum var íslenska kvikmyndin Snerting í leikstjórn Baltasars Kormáks. Næst tekjuhæsta myndin var Hollywood ofurhetjumyndin Deadpool & Wolverine. Bíó og sjónvarp 7. janúar 2025 15:21
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Lífið 4. janúar 2025 11:28
Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Stuttmyndin Fár sem var seld til Disney+ á dögunum og er fyrsta íslenska stuttmyndin sem fer þangað inn. Stuttmyndin hefur síðan hún var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu [e. Special mention] dómnefndar á Gullpálmanum, ferðast á yfir 130 kvikmyndahátíðir. Lífið 2. janúar 2025 14:31
Angus MacInnes er látinn Kanadíski leikarinn Angus MacInnes er látinn 77 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Jon Vander eða „Gullni leiðtogi“ í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Lífið 31. desember 2024 10:20
RÚV og litla vandamálið Ég man þegar að það var eftirvænting eftir því að sjónvarpsefni kæmi út, ég er ekki að segja að þessi eftirvænting sé ekki til staðar lengur en það er langt síðan að jafn lítið hefur verið talað um íslenskt sjónvarp og innlenda þáttagerð, hvað þá sérstaklega leikið efni. Skoðun 30. desember 2024 08:00
Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson fer með hlutverk rússnesks fangavarðar í bandarísku ofurhetjumyndinni Kraven the Hunter. Lífið 27. desember 2024 10:37
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana. Lífið 26. desember 2024 09:00
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 10:41
Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 07:00
Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hefur verið valin á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokknum besta erlenda kvikmyndin. Lífið 17. desember 2024 20:06
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Fyrsta stiklan úr íslensku hryllingsmyndinni The Damned er mætt á Vísi. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Þórðar Pálssonar sem skartar Odessa Young og Joe Cole í aðalhlutverkum. Myndin er frumsýnd hér á landi 23. janúar en hún hefur þegar vakið athygli erlendis. Bíó og sjónvarp 16. desember 2024 12:57
Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Bíó og sjónvarp 12. desember 2024 00:04
„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. Bíó og sjónvarp 11. desember 2024 13:48
Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Bandaríski stórleikarinn Jeremy Allen White mun spreyta sig í Stjörnustríðsheiminum í væntanlegri kvikmynd. Þar mun hann ljá syni Jabba jöfurs, eða Jabba the Hutt, rödd sína. Lífið 10. desember 2024 20:35
Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Emilia Pérez er með tíu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda í ár. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er The Bear en þáttaröðin fékk alls fimm. Bíó og sjónvarp 9. desember 2024 14:46
„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. Bíó og sjónvarp 8. desember 2024 15:51
Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir. Lífið 7. desember 2024 08:01
Flatur strúktúr gekk ekki upp María Sigríður Halldórsdóttir hefur tekið formennsku WIFT á Íslandi eftir að stjórnin starfaði með flötum strúktúr án formanns í eitt ár. Fyrirkomulagið þótti ekki ganga upp. Lífið 4. desember 2024 13:57
Lilja lofar öllu fögru Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði. Skoðun 28. nóvember 2024 11:42
Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 20:56
Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 18:37