Sara með fernu fyrir Blika og Laufey með tvö í fyrsta leik Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fernu í 10-0 sigri Blikastúlkna á Keflavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld og Lauifey Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í sínum fyrsta leik síðan 2005. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 22:27
Mateja jafnaði nánast með síðustu spyrnu leiksins Mateja Zver tryggði Þór/KA jafntefli með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Þór/KA og Fylkir gerðu 3-3 jafntefli í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 20:20
Laufey Ólafsdóttir með Val út tímabilið Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 15:36
Erna Björk valin best í umferðum 7-12 Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðaliki var valinn besti þjálfari umferðanna. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 14:00
Leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þar sem fimm efstu liðin í deildinni verða öll í eldlínunni. Topplið Vals heimsækir GRV til Grindavíkur en Íslandsmeistararnir hafa leikið vel undanfarið og sýndu klærnar svo eftir var tekið á móti ÍR í síðustu umferð og unnu 8-0. Íslenski boltinn 29. júlí 2009 11:30
Annar sigur KR-kvenna í röð - hefndu fyrir tap í fyrri umferðinni KR vann 3-0 sigur á Aftureldingu/Fjölni í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi-deildar kvenna á KR-velli í kvöld. KR var 2-0 yfir í hálfleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2009 21:27
Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar. Íslenski boltinn 27. júlí 2009 11:30
KR-konur skoruðu sjö mörk í Keflavík í kvöld KR-konur fóru á kostum og skoruðu sjö mörk í Keflavík í síðasta leik 12. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. KR-liðið komst þar með upp í 7. sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á botninum. Íslenski boltinn 24. júlí 2009 21:02
Erna Björk: Þetta var sérstaklega sætt fyrir mig „Ég held að ég hafi fagnað manna mest þegar Sandra skoraði í lokin," sagði Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Blika eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í kvöld. Mistök Ernu gáfu Stjörnunni víti og höfðu næstum því kostað Breiðablik sigurinn. Sandra Sif Magnúsdóttir bjargaði hinsvegar fyrirliðanum sínum með því að skora sigurmarkið í uppbótartíma. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:45
Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:30
Sandra Sif: Sá að markvörðurinn var ekki tilbúinn „Þetta var frábært því við þurftum á þremur stigum að halda," sagði hetja Blika, Sandra Sif Magnúsdóttir, sem skoraði sigurmark Breiðabliks í uppbótartíma eftir baráttuleik á móti Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 22:15
Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Íslenski boltinn 22. júlí 2009 19:57
Sigurður Ragnar: Erum lið sem erfitt er að vinna Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á því enska í æfingaleik sem fram fór í Colchester á Englandi. Ísland vann 2-0 með mörkum frá Hólmfríði Magnúsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Íslenski boltinn 16. júlí 2009 21:58
Afturelding/Fjölnir með öruggan sigur Einn leikur var í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Afturelding/Fjölnir vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík. Íslenski boltinn 10. júlí 2009 21:56
Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:57
Stjörnukonur slógu KR út úr bikarnum í fyrsta sinn Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna eftir 3-0 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur KR í bikarkeppni kvenna. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:12
Dagný og Kristín báðar með tvennu í öruggum Valssigri á Húsavík Dagný Brynjarsdóttir og Kristín ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í 4-0 sigri Vals á Völsungi á Húsavík í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 19:49
Valur og Stjarnan unnu - Breiðablik missteig sig Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og þar héldu Valur og Stjarnan áfram góðu gengi sínu en Valur vann KR 4-1 á Vodafonevellinum og Stjarnan vann Aftureldingu/Fjölni 3-0 á Stjörnuvelli. Íslenski boltinn 3. júlí 2009 21:53
Heil umferð í kvennaboltanum í kvöld Spennan heldur áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar heil umferð verður spiluð og nokkrir athyglisverðir leikir. Erkifjendurnir Valur og KR mætast á Vodafonevellinum en gengi liðanna í sumar hefur verið afar ólíkt því Íslandsmeistarar Vals eru á toppi deildarinnar en Bikarmeistarar KR um miðja deild. Íslenski boltinn 3. júlí 2009 16:30
Íris Björk: Þurfum að vera þolinmóðar Íris Björk Eysteinsdóttir, annar tveggja þjálfara KR, var svekkt í leikslok eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni á KR-vellinum í kvöld en ítrekaði þó að KR-ingar þurfi ekki að örvænta. Íslenski boltinn 30. júní 2009 23:30
Þorkell Máni: Bara eitt lið á vellinum í síðari hálfleik Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega í skýjunum eftir öruggan 1-4 sigur gegn KR á KR-velli í kvöld og hrósaði liði sínu fyrir góða frammistöðu, sér í lagi í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 30. júní 2009 23:00
Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 30. júní 2009 22:30
Þrír leikir í Pepsi-deild kvenna í kvöld Stjörnustúlkur geta skotist upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar þær heimsækja KR á KR-völlinn. Stjarnan vann fyrri leik liðanna í Garðabæ en Bikarmeisturum KR hefur gengið brösuglega framan af sumri. Íslenski boltinn 30. júní 2009 15:30
Freyr: Hefði getað endað hvernig sem er Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var ágætlega sáttur með að taka eitt stig gegn Breiðabliki í kvöld. Jafnteflið þýðir að liðin eru áfram jöfn að stigum á toppi deildarinnar en markamunur Vals er það hagstæður gagnvart Breiðabliki að hann jafnast nánast á við stig. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:30
Wake: Frábær auglýsing fyrir kvennaboltann Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, var stoltur af stúlkunum sínum eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann hrósaði liði sínu fyrir frábæran leik, bæði í vörn og sókn. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:15
Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Blika og Vals Breiðablik og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum og opnum toppbaráttuleik Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Breiðablik á 62. mínútu en Kristín Ýr Bjarndóttir jafnaði fyrir Val um fimm mínútum síðar og þar við sat. Íslenski boltinn 29. júní 2009 23:00
Stórleikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld Toppsæti Pepsi-deildar kvenna er í húfi í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals heimsækja Blikastúlkur á Kópavogsvöll en leikurinn hefst kl. 18. Íslenski boltinn 29. júní 2009 16:00
Völsungur og ÍBV í pottinum á mánudag Nú er komið í ljós hvaða lið leika í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna eftir leiki dagsins. Fjórir leikir fóru fram í dag þar sem Fylkir, ÍBV, Völsungur og Stjarnan komust áfram. Fótbolti 27. júní 2009 16:42
Dragan: Frábær sigur fyrir Þór/KA Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var vitanlega í skýjunum með sögulegan 2-1 sigur liðs síns gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem norðanstúlkur vinna KR í efstu deild kvenna. Íslenski boltinn 24. júní 2009 22:00
Þór/KA vann KR á Akureyri Lokaleikur níundu umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta lauk á Akureyri í kvöld þegar heimastúlkur í Þór/KA unnu góðan 2-1 sigur gegn KR en bein textalýsing frá leiknum var á heimasíðu Þórs. Íslenski boltinn 24. júní 2009 21:15