Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 3. ágúst 2022 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Stjarnan | Annað fjögurra marka jafntefli Stjörnunnar í röð Fram og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik. Leikurinn byrjaði með látum og eftir fimmtán mínútur var staðan 2-1 fyrir heimamönnum.Allt stemmdi í Fram sigur en á 83. mínútu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason með skalla eftir hornspyrnu og annað 2-2 jafntefli Stjörnunnar í röð niðurstaðan. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 21:53
„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Fótbolti 3. ágúst 2022 21:40
Beðið í fimmtán daga eftir að fá fyrsta markið sitt í Bestu deildinni skráð 19. júlí síðastliðinn gerðu KR og Fram 1-1 jafntefli í Bestu deild karla. Fram komst í 1-0 rétt fyrir hálfleik en KR-ingar jöfnuðu í byrjun seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 13:00
Arnar sér bara rautt þegar hann mætir KR Arnar Grétarsson, þjálfari KA, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti KR á Akureyri í gær. Þetta er í annað skiptið í sumar sem Arnar fær rautt í leik á móti Vesturbæjarliðinu. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 12:00
Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 10:00
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. Íslenski boltinn 3. ágúst 2022 09:00
Umfjöllun og viðtöl: KA-KR 0-1 | Fyrsti deildarsigur KR-inga í 66 daga KR vann loksins deildarleik í Bestu-deild karla er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í kvöld. Leikurinn endaði 0-1 og var sigurinn kærkominn en KR vann síðast leik í deild 29. maí síðastliðinn. Íslenski boltinn 2. ágúst 2022 22:14
Ef ég fór yfir strikið þá bið ég bara dómarann afsökunar „Við erum ofboðslega ánægðir með sigurinn, þetta eru mjög dýrmæt stig fyrir okkur. Það að vinna 1-0 er alltaf gott,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri en þetta var fyrsti sigur KR í 66 daga í deild. Sport 2. ágúst 2022 21:07
Óskar Hrafn ofarlega á óskalista Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er ofarlega á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping sem er í þjálfaraleit. Fótbolti 2. ágúst 2022 11:31
Sjáðu Blika klára Skagamenn á níu mínútna kafla Breiðablik lenti undir á móti botnliði Skagamönnum í Bestu deild karla í gær en toppliðið snéri leiknum við með þremur mörkum á níu mínútna kafla í seinni hálfleiknum. Íslenski boltinn 2. ágúst 2022 09:01
Óskar Hrafn: Dagur Dan frábær í algjörlega nýrri stöðu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var heilt yfir sáttur við lærisveina sína í 3-1 sigri liðsins á móti Skagamönnum í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Fótbolti 1. ágúst 2022 22:14
Leik lokið: Breiðablik-ÍA 3-1 | Blikar komu til baka gegn Skagamönnum Breiðablik bar sigurorð af ÍA með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í 15. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Skagamenn komust yfir í leiknum en þrjú mörk Blika á níu mínútna kafla tryggðu heimamönnum sigur og níu stiga forystu á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 1. ágúst 2022 21:04
Arnar Bergmann: Ótrúlegt að Nikolaj hafi getað byrjað þennan leik Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ekki viss þegar hann var spurður hvort hann sæi glasið hálffullt eða hálftómt eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. Fótbolti 30. júlí 2022 16:56
„Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 30. júlí 2022 16:42
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 2-2 | Stigunum deilt í gleðinni á Þjóðhátíð ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki áður en þeir fengu Keflavík í heimsókn á laugardegi á Þjóðhátíð. Leikurinn var mikil skemmtun og endaði með tvö-tvö jafntefli. Íslenski boltinn 30. júlí 2022 16:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Bæði lið hæfilega sátt við stigið Stjarnan og Víkingur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin áttust við í lokaleik 14. umferðar í Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í dag. Bæði lið hefðu sárlega þurft á stigunum að halda í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 30. júlí 2022 15:51
Þakkar stuðningsmönnum annarra liða fyrir að láta sig heyra það Kristall Máni Ingason lék í vikunni sinn síðasta leik fyrir Víking Reykjavík, að minnsta kosti í bili. Hann þakkaði ekki einungis stuðningsmönnum þeirra fyrir sig, heldur allra hinna liðanna í deildinni einnig. Íslenski boltinn 30. júlí 2022 12:01
Kristall Máni leikið sinn síðasta leik í Víkinni | Ekki með á morgun Greint var frá því á heimasíðu Víkings frá Reykjavík í dag að Kristall Máni Ingason hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann heldur út til Noregs þar sem hann hefur samið við Rosenborg. Íslenski boltinn 29. júlí 2022 16:00
„Skilst að þetta sé helvíti þægilegt brot“ Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, tábrotnaði í 3-3 jafnteflinu gegn Val í Bestu deildinni. Þrátt fyrir það vonast hann til að ná næsta leik liðsins. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 10:56
Freyr réttir Leiknismönnum hjálparhönd Leiknir R. hefur fengið danska framherjann Zean Dalügge á láni frá Lyngby. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 10:19
Sögðu Val, FH og KR hafa gert verstu kaupin Að mati Kristjáns Óla Sigurðssonar gerði Valur verstu kaupin í Bestu deild karla fyrir tímabilið. Mikael Nikúlásson sagði hins vegar að FH og KR hefðu keypt köttinn í sekknum. Íslenski boltinn 28. júlí 2022 09:01
Daninn sem Óli Jóh elskar: Búinn að ná í Lasse tvisvar á þremur mánuðum Lasse Petry er orðinn leikmaður Vals á ný eftir tæpa þriggja mánaða dvöl hjá FH. Það þarf ekki að koma mikið á óvart því Ólafur Jóhannesson er tekinn við Valsliðinu á ný. Íslenski boltinn 27. júlí 2022 11:01
Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. Íslenski boltinn 27. júlí 2022 10:01
Lasse Petry endurnýjar kynnin við Val Danski miðvallarleikmaðurinn Lasse Petry er genginn í raðir Valsmanna frá FH en leikmaðurinn staldraði stutt við í Kaplakrika. Fótbolti 26. júlí 2022 21:02
Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. Fótbolti 26. júlí 2022 19:47
Sjáðu markasúpuna í Vesturbæ og fjögur mörk Framara Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Í þeim voru skoruð tíu mörk. Íslenski boltinn 26. júlí 2022 10:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. Íslenski boltinn 25. júlí 2022 22:22
„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. Fótbolti 25. júlí 2022 22:00
„Í forgangi að laga varnarleikinn“ Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins. Sport 25. júlí 2022 21:42