„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:11 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. „Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
„Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira