Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:58 Birnir Snær bíður spenntur eftir úrslitum dagsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. „Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
„Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira