Hafa fengið ábendingar um að leikmenn eigi erfitt með að fagna snertilaust Að sögn framkvæmdastjóra KSÍ hefur félögunum í landinu almennt gengið vel að fara eftir nýjum sóttvarnarreglum. Það sé þó erfitt að taka fyrir að leikmenn fagni eins og þeir hafa alltaf gert. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 21:00
Fyrsta liðið í sex ár sem tapar ekki í fyrstu tíu leikjunum Stjörnumenn gerðu kannski fjórða jafntefli í síðustu fimm leikjum í gærkvöldi en Garðabæjarliðið er enn taplaust í Pepsi Max deild karla. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 18:00
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Sport 27. ágúst 2020 16:00
„Væri stórt fyrir félagið að vinna“ Markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu kveðst bjartsýnn fyrir Evrópuleikinn gegn Olimpija Ljubljana í dag. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 14:14
Norwich lánar ÍA Ísak Hinn 19 ára gamli Ísak Snær Þorvaldsson mun klára leiktíðina með ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en hann kemur til félagsins að láni frá enska félaginu Norwich. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 13:57
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 13:15
„Kæmi ekki til greina að hleypa þeim í þessi landsliðsverkefni“ Ef Davíð Þór Viðarsson væri þjálfari Vals, FH eða Víkings R. þá væru íslenskir og færeyskir landsliðsmenn liðanna ekki á leið í landsleiki í september. Fótbolti 27. ágúst 2020 12:45
Nýi kóngurinn í Kórnum Birnir Snær Ingason hefur raðað inn mörkum innanhúss undanfarin tvö tímabil en gengur ekkert að skora undir berum himni. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 11:00
Sjáðu markasúpuna úr Reykjavíkurslagnum, atvikin umdeildu í Garðabæ og mörkin hjá HK Sjáðu öll mörk gærkvöldsins úr leikjunum þremur sem fóru fram í Pepsi Max deildinni í gær. Íslenski boltinn 27. ágúst 2020 07:30
Guðmundur Steinn: Ég biðla til dómara að gefa mér breik Guðmundur Steinn skoraði markið sem tryggði Akureyringum eitt stig í Garðabænum núna fyrr í kvöld. Guðmundur var sáttur þrátt fyrir að hann hefði viljað meira. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 22:06
Umfjöllun og viðtöl: HK - Grótta 3-0 | HK-ingar fengu andrými HK kom sér í hæfilega fjarlægð frá botnliðunum með öruggum sigri á Gróttu, 3-0, í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 22:05
Guðjón Pétur: Við vorum rændir Guðjón Pétur var ekki sáttur í leikslok eftir 1-1 jafntefli Stjörnurnar á heimavelli gegn KA. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 22:03
Ágúst: Skömmumst okkar fyrir þessa frammistöðu Þjálfara Gróttu var ekki skemmt eftir tap Seltirninga fyrir HK-ingum, 3-0, og sagði að frammistaðan hefði verið liði hans til minnkunar. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 1-1 | Dramatík en Garðbæingar enn taplausir Guðmundur Steinn Hafsteinsson bjargaði stigi fyrir KA gegn sínum gömlu félögum. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 21:45
Rúnar: Þetta minnti á æfingaleik að vetri til Á Meistaravöllum fór fram skemmtilegasti leikur sumarsins þegar KR og Valur áttust við í sannkölluðum toppslag. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 19:33
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 4-5 | Valur hafði betur í ótrúlegum leik Valur er komið með fimm stiga forskot á toppi Pepsi Max deildarinnar. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 19:30
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 16:30
Valur og KR hafa unnið alla leikina í sumar þar sem þau skora fyrsta markið Valur heimsækir KR í stórleik dagsins í Pepsi Max deild karla og það er ljóst að fyrsta markið í leiknum verður gríðarlega mikilvægt. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 15:00
Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 14:00
Ásmundur nýtur trausts hjá Fjölni: „Stöndum við bakið á okkar manni“ Þótt staða Fjölnis sé slæm hefur ekki komið til tals að skipta þjálfara liðsins, Ásmundi Arnarssyni, út. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 12:04
Blikar og Víkingar héldu góðri fjarlægð á leiðinni út í Evrópuleikina Blikar og Víkingar fóru eftir öllum sóttvarnarreglum á leiðinni út í leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 11:15
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 09:00
Sjáðu þrumufleyg Fred og dramatíkina í Eyjum ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur á Fram í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 07:00
Dagskráin í dag: Ögurstund hjá Söru, Pepsi Max leikir og stúkan Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls eru fimm beinar útsendingar á dagskránni í dag. Sport 26. ágúst 2020 06:00
Ólafur: Kom öllum á óvart sem horfðu á þetta í Stúkunni Ólafur Stígsson, annar þjálfari Fylkis, á ekki von á öðru en að Valdimar Þór Ingimundarson klári tímabilið með Fylkismönnum. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 22:04
Segir að sóttkví KR-inga muni ekki hjálpa Valsmönnum á morgun Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að sóttkvíin sem KR-ingar voru sendir í eftir ferðina til Skotlands muni ekki hjálpa Valsmönnum á morgun. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 20:00
KR kallar hægri bakvörð til baka úr láni frá Leikni Reykjavík Íslandsmeistarar KR hafa kallað hægri bakvörðinn Hjalta Sigurðsson til baka úr láni frá Leikni Reykjavík. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 17:30
Hafa skorað í öllum útileikjum sínum í sumar en aldrei unnið Fjölnismenn hafa enn ekki unnið leik í úrvalsdeild karla í sumar og það þrátt fyrir góða frammistöðu í mörgum leikja sinna. Gæti fyrsti sigurinn komið í Árbænum í kvöld? Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 15:30
HK fær leikmann að láni frá FH Knattspyrnumaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er farinn að láni til HK frá FH og mun klára tímabilið með Kópavogsliðinu í Pepsi Max-deildinni. Íslenski boltinn 25. ágúst 2020 10:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti