Ræddi við Óskar og Rúnar en valið auðvelt þegar Ólafur samdi við FH Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 13:00 Kristinn Freyr Sigurðsson er orðinn leikmaður FH. Stöð 2 Sport Knattspyrnumaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson ræddi við þjálfara Breiðabliks og KR áður en hann ákvað að ganga til liðs við FH. Hann segir allt til staðar í Kaplakrika til að FH-ingar nái vopnum sínum á nýjum leik. Samningur Kristins við Val rann út nú í lok leiktíðar. Þessi 29 ára gamli leikmaður lék með Val frá árinu 2012, utan eins árs í atvinnumennsku í Svíþjóð, og vann meðal annars tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Þrjá þessara titla vann Kristinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar sem tók við FH í sumar og samdi á dögunum um að stýra liðinu næstu tvö ár. „Já, auðvitað er hann [Ólafur] mjög stór þáttur í því [ákvörðun Kristins]. En það má ekki gleyma því að FH er stórveldi á Íslandi. Það er mikill metnaður til staðar og allt til alls til að ná árangri. Aðstaðan er framúrskarandi, þarna eru reynslumiklir menn í bland við unga, spræka stráka, og frábært fólk í kringum félagið. Það er metnaður þarna til að gera betur en undanfarin ár og ég er fenginn inn til að hjálpa við það,“ sagði Kristinn. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Kristinn Freyr um skiptin til FH „Haltu mér, slepptu mér“ En bauðst honum að vera áfram hjá Val? „Þetta er búið að vera skrýtið undanfarna mánuði. Það eru búin að vera svona „haltu mér, slepptu mér“-móment í þessu. Á endanum er ég mjög ánægður með þá niðurstöðu sem varð ljós um helgina og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Kristinn. Eftir að ljóst varð að hann færi frá Val fundaði Kristinn með Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, og Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR. „Það voru önnur lið sem komu til greina. Ég hitti Rúnar og ég hitti Óskar Hrafn, og það var mjög áhugavert og ég var auðvitað spenntur fyrir þeim verkefnum líka. En þegar Óli var tilkynntur hjá FH og FH-ingar ræddu við mig um hvernig þeir sæju næstu ár fyrir sér þá var svo sem aldrei spurning hvar ég myndi enda.“ Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Samningur Kristins við Val rann út nú í lok leiktíðar. Þessi 29 ára gamli leikmaður lék með Val frá árinu 2012, utan eins árs í atvinnumennsku í Svíþjóð, og vann meðal annars tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Þrjá þessara titla vann Kristinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar sem tók við FH í sumar og samdi á dögunum um að stýra liðinu næstu tvö ár. „Já, auðvitað er hann [Ólafur] mjög stór þáttur í því [ákvörðun Kristins]. En það má ekki gleyma því að FH er stórveldi á Íslandi. Það er mikill metnaður til staðar og allt til alls til að ná árangri. Aðstaðan er framúrskarandi, þarna eru reynslumiklir menn í bland við unga, spræka stráka, og frábært fólk í kringum félagið. Það er metnaður þarna til að gera betur en undanfarin ár og ég er fenginn inn til að hjálpa við það,“ sagði Kristinn. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Kristinn Freyr um skiptin til FH „Haltu mér, slepptu mér“ En bauðst honum að vera áfram hjá Val? „Þetta er búið að vera skrýtið undanfarna mánuði. Það eru búin að vera svona „haltu mér, slepptu mér“-móment í þessu. Á endanum er ég mjög ánægður með þá niðurstöðu sem varð ljós um helgina og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Kristinn. Eftir að ljóst varð að hann færi frá Val fundaði Kristinn með Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, og Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR. „Það voru önnur lið sem komu til greina. Ég hitti Rúnar og ég hitti Óskar Hrafn, og það var mjög áhugavert og ég var auðvitað spenntur fyrir þeim verkefnum líka. En þegar Óli var tilkynntur hjá FH og FH-ingar ræddu við mig um hvernig þeir sæju næstu ár fyrir sér þá var svo sem aldrei spurning hvar ég myndi enda.“
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira