Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason með tvo bikara eftir síðasta tímabil sitt á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki