
Sinnulausi neytandinn
Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum.