Árvakur átakasinni Stígur Helgason skrifar 7. desember 2012 06:00 Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Í dag er hátíðisdagur: Dagur rauða nefsins, til bjargar börnum heimsins. Mér er annt um börn og setti þess vegna upp nef í morgun, undir tvílitu kynjagleraugun sem ég skil ekki af hverju eru ekki löngu orðinn staðalbúnaður allra eindrægra hipstera. Nefið tónaði ágætlega við gisnu og óhrjálegu mottuna sem ég er byrjaður að safna fyrir marsmánuð. Fyrir suma er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er kalt þessa dagana, þannig að undir kaskeitið batt ég Reykjavíkurmaraþonsbuffið sem ég fékk þegar ég safnaði áheitum og hljóp fyrir Hjartavernd í fyrra. Úr kveikjulásnum héngu þrír Neyðarkallar og SÁÁ-álfurinn brosti til mín af mælaborðinu þegar ég ræsti bílinn. Og ég á móti. Ég var í NEI-bol í gær þannig að í dag varð þessi með myndinni af fóstrinu frá styrktarfélaginu Lífi fyrir valinu. Þetta eru uppáhaldsbolirnir mínir – ég á þrjá af hvorum. Í jakkanum var rauð Kvennaathvarfstala sem kallaðist á við bleiku krabbameinsslaufuna hinum megin. Appelsínugulu olnbogabæturnar sem ég lét sauma á hann til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi voru í stíl við ADHD-endurskinsmerkið sem ég nældi undir ermina á sínum tíma (þótt svona glitrandi dinglumdangl geti reyndar verið mjög truflandi fyrir athyglisbrostna menn eins og mig). Upp úr brjóstvasanum stóð rauða spjaldið mitt gegn ofbeldi – ekki ósvipað hámóðins vasaklút. Ég setti á mig langveikraglossið frá Á allra vörum – það er prýðilegur varasalvi í frostinu – og hagræddi baksýnisspeglinum á rauðu ljósi til hnýta á mig hvítfjólubláa blöðruhálsbindið. Ég sá að ég leit út eins og hálfviti. En það var að minnsta kosti í þágu góðs málstaðar. Í rassvasanum fann ég fyrir smokkunum sem ég keypti í tilefni af átakinu gegn kynsjúkdómum fyrir tveimur árum. Furðulegt að svona göfugur maður hafi ekki fengið tækifæri til að nota þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Í dag er hátíðisdagur: Dagur rauða nefsins, til bjargar börnum heimsins. Mér er annt um börn og setti þess vegna upp nef í morgun, undir tvílitu kynjagleraugun sem ég skil ekki af hverju eru ekki löngu orðinn staðalbúnaður allra eindrægra hipstera. Nefið tónaði ágætlega við gisnu og óhrjálegu mottuna sem ég er byrjaður að safna fyrir marsmánuð. Fyrir suma er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það er kalt þessa dagana, þannig að undir kaskeitið batt ég Reykjavíkurmaraþonsbuffið sem ég fékk þegar ég safnaði áheitum og hljóp fyrir Hjartavernd í fyrra. Úr kveikjulásnum héngu þrír Neyðarkallar og SÁÁ-álfurinn brosti til mín af mælaborðinu þegar ég ræsti bílinn. Og ég á móti. Ég var í NEI-bol í gær þannig að í dag varð þessi með myndinni af fóstrinu frá styrktarfélaginu Lífi fyrir valinu. Þetta eru uppáhaldsbolirnir mínir – ég á þrjá af hvorum. Í jakkanum var rauð Kvennaathvarfstala sem kallaðist á við bleiku krabbameinsslaufuna hinum megin. Appelsínugulu olnbogabæturnar sem ég lét sauma á hann til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi voru í stíl við ADHD-endurskinsmerkið sem ég nældi undir ermina á sínum tíma (þótt svona glitrandi dinglumdangl geti reyndar verið mjög truflandi fyrir athyglisbrostna menn eins og mig). Upp úr brjóstvasanum stóð rauða spjaldið mitt gegn ofbeldi – ekki ósvipað hámóðins vasaklút. Ég setti á mig langveikraglossið frá Á allra vörum – það er prýðilegur varasalvi í frostinu – og hagræddi baksýnisspeglinum á rauðu ljósi til hnýta á mig hvítfjólubláa blöðruhálsbindið. Ég sá að ég leit út eins og hálfviti. En það var að minnsta kosti í þágu góðs málstaðar. Í rassvasanum fann ég fyrir smokkunum sem ég keypti í tilefni af átakinu gegn kynsjúkdómum fyrir tveimur árum. Furðulegt að svona göfugur maður hafi ekki fengið tækifæri til að nota þá.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun