Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Innlent 12. september 2022 11:57
Hækka lágmark bifreiða- og vörugjalda Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár. Bílar 12. september 2022 10:22
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. Neytendur 12. september 2022 10:15
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. Innlent 12. september 2022 09:21
Bjarni kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2023 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Innlent 12. september 2022 08:01
Laufey hættir hjá Sjálfstæðisflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur sagt upp sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár en hún segir tímann leiða í ljós hver næstu skref verða. Innlent 12. september 2022 07:23
Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. Innlent 10. september 2022 13:55
Svona verður dagskráin við setningu Alþingis á þriðjudag Alþingi verður sett þriðjudaginn 13. september og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, venju samkvæmt. Innlent 8. september 2022 15:05
Staða Íslands sterk í orkumálum Við bæði sjáum og finnum á eigin skinni að hagkerfi heimsins eiga nú við ramman reip að draga í baráttunni við háa verðbólgu. Orkuverð í Evrópu hefur sjaldan verið hærra og ógnar það fjármálastöðugleika í álfunni. Verðbólguspár í Evrópu fara hækkandi og er því eins farið á Íslandi þar sem hátt húsnæðisverð og einkaneysla hafa drifið verðbólguna áfram. Þrátt fyrir að hafa séð örlitla verðbólgulækkun hér á landi í lok ágústmánaðar, er full snemmt að lýsa yfir sigri. Skoðun 8. september 2022 09:00
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Innlent 6. september 2022 19:54
Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. Innlent 6. september 2022 16:32
Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. Innlent 5. september 2022 15:00
Skýrslan um söluna á Íslandsbanka á lokametrunum Skýrsla ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka, er væntanleg innan tíðar. Mikil eftirvænting ríkir innan sem utan þings vegna skýrslunnar. Viðskipti innlent 5. september 2022 10:42
Kristrún tekur annan hring Kristrún Frostadóttir, alþingismaður og frambjóðandi til formanns Samfylkingarinnar, hefur ferð kringum landið á Akranesi á morgun. Hún segist vilja eiga opið samtal við fólkið í landinu og svara spurningum þess. Innlent 4. september 2022 19:23
„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. Innlent 2. september 2022 21:02
Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Innlent 29. ágúst 2022 21:02
Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma. Innlent 29. ágúst 2022 14:35
Fækkun sýslumanna – stöldrum við Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Skoðun 26. ágúst 2022 13:00
Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra. Innlent 24. ágúst 2022 22:10
Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. Innlent 24. ágúst 2022 19:31
Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Innlent 24. ágúst 2022 17:14
Kristrún og Einar eiga von á barni Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formannsefni flokksins, á von á barni. Lífið 24. ágúst 2022 13:12
Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. Skoðun 24. ágúst 2022 09:31
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Innlent 23. ágúst 2022 18:49
Hreinn Loftsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum. Innlent 23. ágúst 2022 15:29
Vill herða löggjöf um skotvopn og hefur áhyggjur af fjölgun hnífamála Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að herða skotvopnalöggjöf hér á landi. Hann hefur jafnframt áhyggjur af fjölgun mála þar sem hnífar eru notaðir. Verið er að skoða hvort endurskoða þurfi vopnaburð lögreglu. Innlent 23. ágúst 2022 12:09
Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Skoðun 23. ágúst 2022 09:30
„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. Innlent 22. ágúst 2022 16:54
Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. Innlent 20. ágúst 2022 08:41
„Hún steinliggur inni sem formaður“ Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Innlent 19. ágúst 2022 19:21