Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2024 11:58 Inga Sæland telur litlar líkur á að Sjálfstæðismenn haldi VG inni í ríkisstjórn og býst við kosningum í haust. Vísir/Arnar Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. Leiðtogar stjórnarflokkanna halda nú um helgina áfram viðræðum um mögulegt áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarinnar eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt í gær. Katrín mun á morgun ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formenn og varaformenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir sem hinn ráðherra flokksins fundað síðan snemma í morgun. Óvíst er hversu lengi sá fundur mun standa yfir en stefnt er að því að klára málið sem fyrst. „Þessi ríkisstjórn er náttúrulega andvana“ Hvernig heldurðu að það gangi? „Ég ætla að leyfa mér að efast um að það gangi vegna þess að það eru allir að rífast um stólinn, sem Katrín er að skilja eftir, forsætisráðherrastólinn. Það vilja allir setjast í þann stól,“ segir Inga Sæland, formaður flokks fólksins. „Þessi ríkisstjórn er náttúrulega andvana. Við vitum öll að hún er löngu búin að vera. Það eru stór mál sem Sjálfstæðisflokkurinn vill koma í gegn sem komast ekki í gegnum þingið vegna þess að VG hefur komið í veg fyrir það. Ég get alveg eins séð fyrir mér að þeir séu að spá í að skoða eitthvað annað og þrátt fyrir að þeir séu að tala saman núna um stólaskipti. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu jafnvel freista þess að losa sig við Vinstri græna úr ríkisstjórninni.“ Gæti stutt minnihlutastjórn út þingveturinn Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru samanlagt með 31 þingmann og þarf minnst 32 til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkarnir þurfa því þriðja með sér eða stuðning stjórnarandstöðunnar við minnihlutastjórn. Myndir þú íhuga að ganga inn í þessa ríkisstjórn til að bjarga henni út kjörtímabilið? „Ég held að það verði enginn það furðulega þenkjandi að ganga inn í ríkisstjórnina núna á þessu tímabili, ekki nema sá væri í einhverjum útrýmingarhugleiðingum. Hins vegar gætum bæði við og jafnvel fleiri stutt þau með ákeðin mál, þau væru þá komin þarna með minnihlutastjórn,“ segir Inga. „Þá þurfa þau að leita á náðir stjórnarandstöðu til að ná ákveðnum málum í gegn, sem þegar eru komin inn í samráðsgátt og eru þegar komin í ferli, sem við myndum hiklaust styðja. Við myndum alltaf styðja útlendingamálin, við munum styðja orkumálin og svo er risamál, sem eru húsnæðismálin, sem verður að fara að gera eitthvað róttækt í.“ Hún segist með þessu vera að tala um stuðning út þetta löggjafarþing. „Ég sé fyrir mér kosningar, mér finnst að við verðum að kjósa ekki seinna en í haust. Þessi stjórn er algjörlega búin að vera og búin að vera það lengi. Það er búin að vera þarna mikil sundrung innanborðs. Ég vil sjá kosningar í haust en það þyrfti samt sem áður fyrir nýja ríkisstjórn, fyrir kosningar, að vera búið að koma í gegn mjög mikilvægum, stórum málum. Það þá fyrir sumarhlé,“ segir Inga. Spá miklum hrókeringum á ráðherrastólum Mest óvissa er um hver taki við sem forsætisráðherra en Bjarni og Sigurður Ingi hafa helst verið nefndir í því samhengi, sem formenn flokka sinna. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spáir annarri niðurstöðu. „Ef stjórnarflokkarnir hafa hugsað sér að reyna að þrauka veturinn tel ég að þau verði að gera frekari breytingar en að skipta bara um forsætisráðherrastólinn og taka svo einn annan VG-þingmann inn í þann stól sem losnar. Þolinmæði gagnvart þessu ríkisstjórnarsamstarfi, bæði hjá þinginu og þjóðinni er á þrotum. Ef þau ætla að lifa af erfiðan tíma, því það verður erfitt án Katrínar Jakobsdóttur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi verður að gera frekari breytingar, “segir Oddný. „Ég tel að þá verði horft til Þórdísar Kolbrúnar sem er í augum fólks kannski meiri mannasættir en Bjarni og Sigurður Ingi. Hún gæti hugsanlega haldið hlutunum saman og svo verði ákveðnar hrókeringar gerðar, til dæmis að Svandís fari í innviðaráðuneytið og Sigurður Ingi í fjármálaráðuneytið til þess að halda friðinn og forða Svandísi frá vantrauststillögunni.“ Inga tekur undir þetta. „Sigurður Ingi hefur gengið með þennan forsætisráðherra í maganum frá því að Guðni sagðist ekki myndu gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Ég er alls ekkert viss um að hann fari þangað enda finnst mér hann ekkert hafa þangað að gera. Mér sýnist Þórdís Kolbrún koma sterklega til greina og það sé það sem Sjálfstæðismenn eru sennilega að óska eftir. Þau ræða þetta sjálf en þetta er snúið hjá þeim.“ Oddný spáir því að Bjarni Jónsson verði tekinn inn fyrir VG í matvælaráðuneytið. „Ef þetta verður niðurstaðan tel ég að horft verði til hans. Hann hefur menntun og reynslu og þetta er ekki mjög langur tími sem er eftir af þessu kjörtímabili. Þá er ágætt að fá ráðherra sem hefur þekkingu á ákveðnu sviði sem þetta ráðuneyti þarf að glíma við,“ segir Oddný. „Ég vil kosningar sem fyrst, þó ég sé að setja svona spá og gefa þeim hugmynd um hvernig þau geta látið ríkisstjórnarsamstarfið endast. Þá vil ég frekar að við förum sem fyrst í kosningar.“ Treystir Katrínu hundrað prósent Ærið verkefni sé nú fyrir höndum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis banki annað stórt verkefni á dyr VG, það er hver taki við formennsku. „Nú vill Svandís banka á þær dyr, hún vill verða formaður. Hún er kröftugri stjórnmálamaður og miklu hæfari í það en nokkurn tíma Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem er sitjandi formaður núna. Það eru ýmsar hrókeringar og vangaveltur. Ég kem með vantraust á Svandísi í næstu viku, það er spurning líka hvernig þau ætli að takast á við það. Ég býst við því að það verði einhverjir í stjórnarliðinu sem muni greiða atkvæði með vantrausti mínu og þá er þessi ríkisstjórn hvort heldur sem fallin,“ segir Inga. Hún segir framboð Katrínar ekki koma á óvart. „Þetta er náttúrulega búið að vera á döfinni og eiginlega ekki um neitt annað rætt alla vikuna. Þetta kemur ekki á óvart en hins vegar kemur það á óvart að hún skuli vilja yfirgefa skútuna og hoppa fyrst frá borði á svona viðkvæmum og erfiðum tíma. Ég hefði haldið að hún myndi yfirgefa skútuna fyrst af öllum og þau eru náttúrulega í krísu í Vinstri grænum eins og við vitum. Það gengur ekki vel hjá þeim,“ segir Inga. Getur þú hugsað þér að kjósa Katrínu á Bessastaði? „Katrín verður góður forseti, hvernig sem á það er litið. Katrín hefur mesta reynslu af öllum þessum frambjóðendum, hún þekkir stjórnskipan og kerfið okkar og hún er mjög tengd við alþjóðavettvanginn. Hún er búin að ferðast mikið sem forsætisráðherrann okkar á þessum sjö árum og þekkir orðið mjög mikið. Það kunna allir mjög vel við Katrínu. Hún er brosmild, elskuleg og hefur einstaklega góða nærveru. Ég treysti Katrínu hundrað prósent en hvað ég geri inni í kjörklefanum ætla ég ekki að vera að segja í fréttunum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann tekur ekki forsetaslaginn Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 6. apríl 2024 08:18 Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51 Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. 5. apríl 2024 23:39 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna halda nú um helgina áfram viðræðum um mögulegt áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarinnar eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt í gær. Katrín mun á morgun ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formenn og varaformenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú formaður VG, og Svandís Svavarsdóttir sem hinn ráðherra flokksins fundað síðan snemma í morgun. Óvíst er hversu lengi sá fundur mun standa yfir en stefnt er að því að klára málið sem fyrst. „Þessi ríkisstjórn er náttúrulega andvana“ Hvernig heldurðu að það gangi? „Ég ætla að leyfa mér að efast um að það gangi vegna þess að það eru allir að rífast um stólinn, sem Katrín er að skilja eftir, forsætisráðherrastólinn. Það vilja allir setjast í þann stól,“ segir Inga Sæland, formaður flokks fólksins. „Þessi ríkisstjórn er náttúrulega andvana. Við vitum öll að hún er löngu búin að vera. Það eru stór mál sem Sjálfstæðisflokkurinn vill koma í gegn sem komast ekki í gegnum þingið vegna þess að VG hefur komið í veg fyrir það. Ég get alveg eins séð fyrir mér að þeir séu að spá í að skoða eitthvað annað og þrátt fyrir að þeir séu að tala saman núna um stólaskipti. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu jafnvel freista þess að losa sig við Vinstri græna úr ríkisstjórninni.“ Gæti stutt minnihlutastjórn út þingveturinn Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru samanlagt með 31 þingmann og þarf minnst 32 til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkarnir þurfa því þriðja með sér eða stuðning stjórnarandstöðunnar við minnihlutastjórn. Myndir þú íhuga að ganga inn í þessa ríkisstjórn til að bjarga henni út kjörtímabilið? „Ég held að það verði enginn það furðulega þenkjandi að ganga inn í ríkisstjórnina núna á þessu tímabili, ekki nema sá væri í einhverjum útrýmingarhugleiðingum. Hins vegar gætum bæði við og jafnvel fleiri stutt þau með ákeðin mál, þau væru þá komin þarna með minnihlutastjórn,“ segir Inga. „Þá þurfa þau að leita á náðir stjórnarandstöðu til að ná ákveðnum málum í gegn, sem þegar eru komin inn í samráðsgátt og eru þegar komin í ferli, sem við myndum hiklaust styðja. Við myndum alltaf styðja útlendingamálin, við munum styðja orkumálin og svo er risamál, sem eru húsnæðismálin, sem verður að fara að gera eitthvað róttækt í.“ Hún segist með þessu vera að tala um stuðning út þetta löggjafarþing. „Ég sé fyrir mér kosningar, mér finnst að við verðum að kjósa ekki seinna en í haust. Þessi stjórn er algjörlega búin að vera og búin að vera það lengi. Það er búin að vera þarna mikil sundrung innanborðs. Ég vil sjá kosningar í haust en það þyrfti samt sem áður fyrir nýja ríkisstjórn, fyrir kosningar, að vera búið að koma í gegn mjög mikilvægum, stórum málum. Það þá fyrir sumarhlé,“ segir Inga. Spá miklum hrókeringum á ráðherrastólum Mest óvissa er um hver taki við sem forsætisráðherra en Bjarni og Sigurður Ingi hafa helst verið nefndir í því samhengi, sem formenn flokka sinna. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spáir annarri niðurstöðu. „Ef stjórnarflokkarnir hafa hugsað sér að reyna að þrauka veturinn tel ég að þau verði að gera frekari breytingar en að skipta bara um forsætisráðherrastólinn og taka svo einn annan VG-þingmann inn í þann stól sem losnar. Þolinmæði gagnvart þessu ríkisstjórnarsamstarfi, bæði hjá þinginu og þjóðinni er á þrotum. Ef þau ætla að lifa af erfiðan tíma, því það verður erfitt án Katrínar Jakobsdóttur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi verður að gera frekari breytingar, “segir Oddný. „Ég tel að þá verði horft til Þórdísar Kolbrúnar sem er í augum fólks kannski meiri mannasættir en Bjarni og Sigurður Ingi. Hún gæti hugsanlega haldið hlutunum saman og svo verði ákveðnar hrókeringar gerðar, til dæmis að Svandís fari í innviðaráðuneytið og Sigurður Ingi í fjármálaráðuneytið til þess að halda friðinn og forða Svandísi frá vantrauststillögunni.“ Inga tekur undir þetta. „Sigurður Ingi hefur gengið með þennan forsætisráðherra í maganum frá því að Guðni sagðist ekki myndu gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Ég er alls ekkert viss um að hann fari þangað enda finnst mér hann ekkert hafa þangað að gera. Mér sýnist Þórdís Kolbrún koma sterklega til greina og það sé það sem Sjálfstæðismenn eru sennilega að óska eftir. Þau ræða þetta sjálf en þetta er snúið hjá þeim.“ Oddný spáir því að Bjarni Jónsson verði tekinn inn fyrir VG í matvælaráðuneytið. „Ef þetta verður niðurstaðan tel ég að horft verði til hans. Hann hefur menntun og reynslu og þetta er ekki mjög langur tími sem er eftir af þessu kjörtímabili. Þá er ágætt að fá ráðherra sem hefur þekkingu á ákveðnu sviði sem þetta ráðuneyti þarf að glíma við,“ segir Oddný. „Ég vil kosningar sem fyrst, þó ég sé að setja svona spá og gefa þeim hugmynd um hvernig þau geta látið ríkisstjórnarsamstarfið endast. Þá vil ég frekar að við förum sem fyrst í kosningar.“ Treystir Katrínu hundrað prósent Ærið verkefni sé nú fyrir höndum ríkisstjórnarinnar. Sömuleiðis banki annað stórt verkefni á dyr VG, það er hver taki við formennsku. „Nú vill Svandís banka á þær dyr, hún vill verða formaður. Hún er kröftugri stjórnmálamaður og miklu hæfari í það en nokkurn tíma Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem er sitjandi formaður núna. Það eru ýmsar hrókeringar og vangaveltur. Ég kem með vantraust á Svandísi í næstu viku, það er spurning líka hvernig þau ætli að takast á við það. Ég býst við því að það verði einhverjir í stjórnarliðinu sem muni greiða atkvæði með vantrausti mínu og þá er þessi ríkisstjórn hvort heldur sem fallin,“ segir Inga. Hún segir framboð Katrínar ekki koma á óvart. „Þetta er náttúrulega búið að vera á döfinni og eiginlega ekki um neitt annað rætt alla vikuna. Þetta kemur ekki á óvart en hins vegar kemur það á óvart að hún skuli vilja yfirgefa skútuna og hoppa fyrst frá borði á svona viðkvæmum og erfiðum tíma. Ég hefði haldið að hún myndi yfirgefa skútuna fyrst af öllum og þau eru náttúrulega í krísu í Vinstri grænum eins og við vitum. Það gengur ekki vel hjá þeim,“ segir Inga. Getur þú hugsað þér að kjósa Katrínu á Bessastaði? „Katrín verður góður forseti, hvernig sem á það er litið. Katrín hefur mesta reynslu af öllum þessum frambjóðendum, hún þekkir stjórnskipan og kerfið okkar og hún er mjög tengd við alþjóðavettvanginn. Hún er búin að ferðast mikið sem forsætisráðherrann okkar á þessum sjö árum og þekkir orðið mjög mikið. Það kunna allir mjög vel við Katrínu. Hún er brosmild, elskuleg og hefur einstaklega góða nærveru. Ég treysti Katrínu hundrað prósent en hvað ég geri inni í kjörklefanum ætla ég ekki að vera að segja í fréttunum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann tekur ekki forsetaslaginn Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 6. apríl 2024 08:18 Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51 Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. 5. apríl 2024 23:39 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Jakob Frímann tekur ekki forsetaslaginn Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 6. apríl 2024 08:18
Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. 6. apríl 2024 07:51
Telur fara betur á að forseti sé kosinn í tveimur umferðum Fyrrverandi þingmaður segir betri brag á því að hafa tvær umferðir í forsetakosningum svo forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. Aðeins einu sinni hefur forseti náð kjöri í fyrsta skipti með hreinum meirihluta atkvæða. 5. apríl 2024 23:39