Betri helmingurinn - Hallgrímur Ólafsson (Halli Melló) og Matthildur Magnúsdóttir

Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló eins og hann er gjarnan kallaður, mætti til mín í áhugavert og skemmtilegt spjall nú á dögunum ásamt sínum betri helmingi Matthildi Magnúsdóttur. Halli er leikari og hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið undanfarin ár og getið sér þar gott orð. Hann hefur komið víða við í leiklsitinni en ættu margir að kannast við hann til dæmis sem manninn sem aldrei náði húinu í hinu víðfræga atriði í áramótaskaupinu hér um árið. Matthildur er lögfræðingur að mennt og hefur starfað hjá skattinum allar götur síðan hún útskrifaðist. Halli þakkar Matthildi fyrir að þau séu saman í dag, en allt hófst þetta á örlagaríku facebookaddi sem Halli var ekki lengi að samþykkja en hann kannaðist við Matthildi af störfum hennar sem þula og hafa þau verið saman nær allar götur síðan. Í dag eru þau gift eiga saman tvo stráka en átti Halli fyrir eina dóttur úr fyrra sambandi. Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars lífið í sjávar-bæjunum, fyrstu og síðustu fjölskyldu útileguna, leiklistina & fjölskyldulífið, athyglisbresti og margt fleira ásamt því að við heyrðum margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Halli fékk það staðfest að Matthildur væri framtíðarkonan í pulsusjoppu á Laugarvatni.

1468
02:54

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása