Betri helmingurinn - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason
Fegurðardrottingin og athafnakonan Arna Ýr Jónsdóttir mætti til mín ásamt sínum betri helming, Vigni Þór Bollasyni kírópraktor í einlægt og ótrúlega skemmtilegt spjall. Arna ýr var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015 og tók í kjölfarið þátt fyrir Íslands hönd í hinum ýmsu fegurðarsamkeppnum úti í heimi ásamt því að hreppa titilinn Miss Universe Iceland árið 2017. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar en hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum rekur í dag fyrirtækið taubleyjur.is og stundar ásamt því nám í hjúkrunarfræði en stefnir hún á að láta drauminn rætast og gerast ljósmóðir. Vignir er kírópraktor og rekur stofuna Líf kírópraktor þar sem hann tekur á móti fólki á öllum aldri, en hefur getið af sér einstaklega gott orð fyrir að aðstoða börn og ungabörn. Vignir sá Örnu fyrst þegar hún var í nöglum hjá systur hans, en tók hún í hendina á honum og heilsaði með nafni. Vigni leist strax vel á þessa stelpu og spurði systur sína útí hana. Systir hans sagði honum þó að gleyma þessu þar sem Arna væri á föstu. Ári síðar sér hann Örnu bregða fyrir á Instagram hjá vinkonu sinni og lætur hana vita að honum lítist vel á hana. Vinkonan skilar því til Örnu sem var þá á lausu og hún var ekki lengi að bregðast við því með addi á insta og hafa þau verið saman allar götur síðan þá. Í dag eru þau trúlofuð og eiga saman 2 börn. Í þættinum fórum við um víðann völl og ræddum meðal annars fegurðarsamkeppnir og þegar Arna stóð föst með sjálfri sér, trúlofun þeirra í stofunni heima, heimafæðingu, ferðasögur ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Arna varð meðvituð um skakkan háls sinn á deit tímabilinu sem hún var ekki viss hvernig færi í kírópraktorinn.