Betri helmingurinn með Ása - Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon

Í þessum þætti átti ég stórskemmtilegt spjall við listahjónin Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Stefán Magnússon. Eddu ættu flestir að kannast við en hefur hún verið verið áberandi bæði á fjölum leikhúsana sem og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og má sem dæmi nefna sketsaþættina geysivinsælu Stelpurnar, Svínasúpunu og fór hún nú síðast á kostum í Allra síðustu veiðiferðinni. Stefán eða Stebbi eins og hann er alltaf kallaður er gítarleikari að guðs náð og hefur hann undanfarið haldið tónleika fyrir landsmenn heima í stofu í sjónvarpsþáttunum Heima með Helga en er hann meðlimur hljómsveitarinnar Reiðmenn Vindanna . Edda og Stebbi hafa verið par ansi lengi en minnist Edda þess að hafa séð Stebba fyrst þegar hún fékk leyfi fyrir því að taka síðasta strætóinn heim úr bænum aðeins 14 ára gömul. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar að þau fóru að stinga saman nefjum eða ekki fyrr en Stebbi mætti á nemenda sýningu í leiklistarskólanum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáfar og eiga þau saman tvö börn og fagna saman 20 ára hjónabandi nú í sumar. Í þættinum fórum við um víðann völl og ræddum meðal annars, leiklistina og hversu mikilvægt það er að skapa sín eigin tækifæri, Covid tónleikaæfintýrið, rómantíkina, ferðasögur og margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal klaufagang í vegabréfamálum sem þau eiga til að koma sér útí.

702
01:13

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása