Betri helmingurinn með Ása - Brynhildur og Heimir

Í þessum þætti átti ég einlægt og virkilega gott spjall við eina af okkar ástsælustu leikkonum síðustu áratuga og núverandi Borgarleikhússtjóra, Brynhildi Guðjónsdóttur, og hennar betri helming, sviðsmyndahönnuðinn Heimi Sverrisson. Það er óhætt að segja að Brynhildur og Heimir hafi kynnst á aðeins öðruvísi hátt en gengur og gerist en segja þau skemmtilega frá því í þættinum og eins og Brynhildur orðar sjálf einstaklega vel - þá keypti Heimir svo sannarlega ekki köttinn í sekknum. Brynhildur og Heimir stukku fljótlega rækilega í djúpu laugina en eftir einungis nokkurra mánaða samband fluttu þau saman til Ameríku þar sem Brynhildur var við nám í leikritun við Yale University en Heimir gat ekki hugsað sér fjarbúð og tók því ákvörðun um að flytja út með Brynhildi og tíu ára gamalli dóttur hennar. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars hvernig það er að vera leikhússtjóri á fordæmalausum Covid tímum, Ameríku ævintýrið, sameiningu fjölskyldunar en áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum, mikilvægi vináttunnar ásamt fullt af frábærum sögum úr þeirra sambandstíð.

1527
02:34

Vinsælt í flokknum Betri helmingurinn með Ása