Mikilvæg viðbót í geðheilbrigðiskerfið

Nýtt úrræði fyrir fólk sem glímir við andlega vanlíðan verður opnað á fyrri hluta næsta árs. Úrræðið nefnist Skjólshús og þar geta fjórir í senn dvalið í allt að tvær vikur og leitað í jafningjastuðning. Heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og formaður Geðhjálpar skrifuðu í dag undir samstarfssamning um rekstur þess en ráðuneytin tvö fjármagna Skjólshús ásamt Geðhjálp, sem nýtir til þess fjármuni sem hafa safnast meðal almennings. Úrræðið er að erlendri fyrirmynd og hefur að sögn formanns Geðhjálpar gefið góða raun.

1
01:42

Vinsælt í flokknum Fréttir