Styggur svanur komst aftur heim til sín
Það var ekki einfalt verk að ná styggum svani úr Neslauginni þar sem hann svamlaði á milli brauta og kíkti í vaðlaugina. Fyrir rest náðist hann í háf og var skilað til vina sinna og fjölskyldu úti á Bakkatjörn.