Einkalífið - Ástrós Traustadóttir

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var einungis 16 ára gömul þegar hún flutti erlendis til þess að leggja fyrir sig atvinnumennsku í dansi og varð Frakklandsmeistari í dansinum 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti hún á vegg eftir að hafa glímt lengi við átröskun sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og flutti heim. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir lífið og tilveruna, raunveruleikaþættina LXS, að vera þekkt á Íslandi, danslífið, andleg veikindi og bataferlið, erlendan hakkara sem hún varð fyrir, móðurhlutverkið og hlaðvarp hennar um móðurhlutverkið, ástina sem kom á erfiðum en samt hárréttum tíma og ýmislegt fleira.

9727
48:17

Vinsælt í flokknum Einkalífið