Rax Augnablik - Selurinn Kobbi

Árið 1996 fann Gísli Daníel Reynisson vikugamlan kóp í fjörunni austur af Vík í Mýrdal. Kópurinn hafði orðið viðskila við mömmu sína, líklega vegna þess að hlaup úr Grímsvötnum hafði gruggað sjóinn um þetta leyti. Gísli ákvað að taka kópinn með sér heim og koma honum á legg(eða hreif) áður en hann myndi sleppa honum aftur í sjóinn. Kópurinn var alls ekki á því að hann þyrfti á björgun að halda en áður en langt um leið var hann orðinn hluti af fjölskyldunni og kominn með nafnið Kobbi. Ragnar Axelsson ljósmyndari heimsótti Gísla Daníel og fjölskyldu og náði myndum af Kobba þar sem hann fór meðal annars með Gísla í vinnuna og lék við börnin á heimilinu.

18776
04:56

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik