RAX Augnablik - Stærstu sinueldar Íslandssögunnar

30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, sem átti eftir að verða að stærstu sinueldum Íslandssögunnar. Veðurfar í aðdraganda eldanna hafði verið mjög þurrt og kalt og eldarnir breiddust út um Hraunhrepp á Mýrum á ógnarhraða. Næstum allur hreppurinn brann og eldarnir fengu nafnið Mýraeldar í kjölfarið. Margir bæir voru í mikilli hættu að verða eldunum að bráð og í tveimur tilvikum náðu viðbragðsaðilar að stöðva eldana aðeins nokkrum metrum frá bæjunum. RAX flaug á staðinn og myndaði eldana sem geysuðu í þrjá sólarhringa en umfang þeirra var svo mikið að þeir sáust til Akraness. Íbúar og viðbragðsaðilar á svæðinu unnu þrekvirki í að stöðva útbreiðslu eldanna og bjarga mannvirkjum.

152
03:09

Vinsælt í flokknum RAX Augnablik