Eva smíðaði sjálf útieldhús á einum degi sem kostaði 20 þúsund!

Eva Ósk Guðmundsdóttir nemi í Landbúnaðarháskólanum er mikill töffari og nýlega teiknaði hún og smíðaði svo sjálf meiriháttar flott útieldhús á aðeins einum degi! Eva og maður hennar eiga lítinn sumarbústað og langaði til þess að búa til skemmtileg útirými í staðinn fyrir að stækka sumarbústaðinn. Svo Eva smíðaði útieldhúsið og einnig svokallaða hvítvínsstofu á pallinum við bústaðinn sem þau nýta vel bæði fyrir fjölskylduna og einnig þegar gestkvæmt verður hjá þeim í bústaðnum.Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sveitina til þeirra hjóna og skoðaði þessa snilld.

39883
11:55

Vinsælt í flokknum Ísland í dag