Hafna því að vera sekir um manndráp
Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þeir gangast við því að hafa beitt manninn margvíslegu ofbeldi en hafna því að vera sekir um manndráp.