Vegagerðin býður út Dynjandisheiði

Lokaáfanginn í uppbyggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði verður boðinn út á morgun, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. Þetta er sjö kílómetra kafli sem liggur úr Dynjandisvogi og upp á háheiðina sem og eins kílómetra afleggjari að fossinum Dynjanda. Til stóð að bjóða verkið út mun fyrr en það varð fyrr á árinu eitt af fórnarlömbum útboðsstopps allra stærri verka.

445
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir