Innlent

Streymi: Mál­þing um stöðu fatlaðra barna í í­þróttum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þeim íþróttagreinum sem börn með fötlun geta stundað hefur fjölgað.
Þeim íþróttagreinum sem börn með fötlun geta stundað hefur fjölgað. Aðsend

Málþingið Allir með - Ferðin hingað og ferðalagið framundan fer fram í Minigarðinum í dag. Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum, rannsóknir, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga og þau verkefni sem nú eru í gangi. 

Málþingið hefst klukkan 9 og stendur til 12.30. Það er hægt að horfa á það í streymi að neðan en uppbókað er málþingið. Dagskrá og streymi er að finna að neðan.

Á málþinginu verður samkvæmt tilkynningu rætt verður um hvernig ná megi betur til foreldra, styrkja íþróttafélög og þjálfara og skoða úrræði og lausnir.

Í tilkynningu um málþingið kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu misseri hvað varðar íþróttir barna með fötlun. Til dæmis hafi aðeins um fjögur prósent þeirra stundað íþróttir í upphafi árs 2023 en hlutfallið er nú komið upp í átta prósent. Þá hafi tækifærum einnig fjölgað og nú geti þau stundað 37 greinar um allt land.

Allir með er samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar og fleiri sem hefur það að markmiði að fjölga þátttakendum með fötlun í skipulögðu íþróttastarfi og fjölga tækifærum iðkenda í íþróttum.

Í boði verða 18 stutt erindi og pallborð um íþróttir iðkenda með fötlun. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á veitingar, minigolf og pílu.

Dagskrá málþingsins

„Málþingið markar endapunkt síðastliðinna þriggja ára og nú þurfum við að ákveða hvernig við viljum sjá framtíð iðkenda með fötlun. Þetta er verkefni sem krefst þess að samfélagið vinni saman og standi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra,“ segir Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með, í tilkynningu.

Allir með er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ, Íþróttasambands fatlaðra og með stuðningi þriggja ráðuneyta: Mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumálaráðuneytis. Ráðuneytin styrktu verkefnið síðastliðin þrjú ár og ætla að gera það næstu þrjú ár til viðbótar, Special Olympics á Íslandi, ÖBÍ og Þroskahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×