Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2026 16:30 Íslenska talmeinaþjónustan fyrir börn hefur verið í viðvarandi krísu í meira en áratug. Biðlistar lengjast, ábyrgð er óljós og lausnir dragast. Þetta er staða sem ég þekki af eigin reynslu sem móðir, ekki úr skýrslum heldur úr daglegu lífi með barni mínu, sem beið tæp þrjú ár eftir talmeinaþjónustu, þar sem biðin var raunveruleg, afleiðingarnar sýnilegar og óvissan stöðugur fylgifiskur. Börn bíða, sérstaklega einhverf börn með þriðja stigs þjónustuþörf, eftir þjónustu sem á að vera grundvallarmannréttindi barna. Þrátt fyrir að þessi börn hafi flóknar og umfangsmiklar þarfir virðast þau síður fá raunverulega íhlutun en þau sem falla betur að hefðbundnu þjónustumódeli. Biðlistar eru orðnir hluti af landslaginu. Þeir eru orðnir norm, stöðugt bakgrunnshljóð í umræðu um þjónustu við börn, suð sem fólk virðist hafa lært að lifa með. En biðlistar barna eftir heilbrigðisþjónustu eru ekki tæknilegt vandamál né óþægileg tölfræði. Þeir eru grafalvarlegt réttindamál. Þegar börn bíða í mánuði eða ár eftir þjónustu sem skiptir sköpum fyrir þroska, samskipti og lífsgæði er ekki um „seinkun“ að ræða heldur kerfisbundna vanrækslu. Þegar kerfið hentar aðeins sumum börnum Talmeinafræði snýst ekki eingöngu um talmál. Hún snýst einnig um önnur samskipti, skilning, tjáningu, tengsl og þátttöku í daglegu lífi. Fyrir mörg einhverf börn er markmiðið ekki hefðbundið talmál, heldur virk samskipti með myndum, táknum, tækni eða öðrum óhefðbundnum leiðum. Samt sýnir reynslan að börn með miklar og flóknar þarfir eru oftar sett aftar í röðina. Þau eru talin „erfið“, „tímafrek“ eða „lítið árangursrík“ mál og þjónustan virðist of oft miðuð við þau börn sem líkleg eru til að sýna hraðan og mælanlegan árangur, ekki síst þar sem auðveldara er að sinna þeim innan hefðbundinna stofa. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstarfsmenn og starfa samkvæmt lögum og faglegum skyldum sem fela í sér að veita þjónustu á grundvelli þarfa, jafnræðis og faglegs mats. Með þeirri stöðu fylgir ábyrgð gagnvart börnum með alvarlegar og flóknar stuðningsþarfir, þar á meðal einhverfum börnum með þriðja stigs þjónustuþörf. Þegar slík börn eru ítrekað sett til hliðar, metin sem „of flókin“ eða óraunhæf íhlutun, er ekki lengur um skipulagsvanda að ræða heldur spurningu um faglega ábyrgð heilbrigðisþjónustu. Ábyrgðin færð yfir á foreldra Í samskiptum við foreldra birtist þessi afstaða gjarnan í öðrum búningi. Í stað þess að horfast í augu við skort á úrræðum eða kerfislegar hindranir er ábyrgðin færð yfir á fjölskyldurnar sjálfar. Foreldrar fá þau skilaboð, beint eða óbeint, að um sé að ræða „foreldravanda“, að málið snúist um „of miklar kröfur“, „óraunhæfar væntingar“ eða að við þurfum “bara að vera dulglegri að lesa fyrir börnin okkar.” Með þessum hætti er dregið úr alvarleika stöðu barnsins og réttlæting sköpuð fyrir því að þjónusta sé ekki veitt eða sé mjög takmörkuð. Talmafían – ræður hver talar Á sama tíma kallar fagstétt talmeinafræðinga eftir auknu fjármagni og betri kjörum. Í opinberri umræðu er lögð áhersla á laun, samninga, álag og ólaunaða vinnu og gjarnan vísað til þess að slík barátta sé forsenda betri þjónustu við börn. Það er skiljanlegt að fagfólk vilji bætt starfsskilyrði. Það sem vantar hins vegar í umræðuna er skýr ábyrgð gagnvart þeim börnum sem sitja eftir í kerfinu og sjálfsgagnrýni á forgangsröðun þjónustunnar. Þegar horft er til þeirra barna sem hafa flóknastar þarfir er þessi orðræða hæpin. Þar heyrist sjaldnast krafa um að tryggja aðgengi, samfellu eða sérhæfða þjónustu. Baráttan snýst fyrst og fremst um kjaramál, svo sem greiðslur fyrir ferðatíma, akstur og framkvæmd þjónustunnar sjálfrar, en síður um réttindi þeirra barna sem krefjast mest af kerfinu og sitja lengst eftir. Athygli vekur að þegar tillaga var lögð fram um að fella niður tveggja ára starfsnám sem skilyrði fyrir því að talmeinafræðingar gætu starfað samkvæmt rammasamningi, var barist af krafti með vísan til hagsmuna barna og aðgengis að þjónustu. Sú afstaða sýnir að þegar breytingar snerta beint starfsskilyrði stéttarinnar er barnasjónarmiðið dregið skýrt fram. Þögnin sem ríkir þegar kemur að börnum með flóknar og umfangsmiklar þarfir verður því enn áleitnari. Nýjustu fréttir sýna jafnframt hversu sterk staða fagstéttarinnar er í þessu kerfi. Nú er opinberlega rætt um að stór hluti talmeinafræðinga hyggist hætta störfum eða draga sig út úr kerfinu, á sama tíma og biðlistar barna lengjast og þjónusta dregst saman. Slíkar yfirlýsingar eru settar fram í samhengi við kjaramál og samningsstöðu en afleiðingarnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra. Þegar stétt sem sinnir heilbrigðisþjónustu við börn beitir brotthvarfi sem þrýstiaðferð í kerfi sem þegar er ósjálfbært, undirstrikar það valdastöðu hennar gagnvart bæði stjórnsýslu og notendum þjónustunnar. Í slíku samhengi verður sífellt erfiðara að ræða biðlista, aðgengi og réttindi barna án þess að horfast í augu við hverjir raunverulega hafa áhrif á framboð þjónustunnar. Þá vekur tregða gagnvart miðlægum biðlistum athygli. Slíkt kerfi gæti tryggt gegnsæi, jafnræði og skýrari forgangsröðun út frá þörfum barna en ekki út frá staðsetningu, tengslum eða aðgengi að einstökum stofum. Andstaða við slíkar lausnir bendir til þess að verndun núverandi fyrirkomulags talmeinafræðinga á stofum vegi þyngra en réttur barnanna sem bíða. Börn með flóknari þarfir þurfa þjónustu í sínu nærumhverfi. Þau þurfa aðstoð þar sem þau lifa daglegu lífi sínu, í leikskólum, skólum og heimahúsum, þar sem samskipti, aðstæður, áreiti eru raunveruleg og þeim líður nógu vel til að læra. Þrátt fyrir að þetta hafi ítrekað verið lagt til í skýrslum og aðgerðaáætlunum virðist framkvæmd þjónustunnar áfram mótast af stofumiðaðri hugsun, þar sem þjónusta er veitt á forsendum kerfisins fremur en þarfa barnanna. Fyrir börn sem ekki falla að slíkum ramma verður aðgengið takmarkað og viljinn til að þróa þjónustu sem krefst meiri sveigjanleika, ferðalaga og samvinnu virðist lítill. Sú staðreynd skýrir að hluta hvers vegna einmitt þessi börn sitja lengst eftir. Á sama tíma hefur lítið verið rætt um hvernig fjölga eigi í stéttinni með markvissum hætti, hvernig bæta megi aðgengi að námi eða hvernig þróa megi þjónustu sem er sérstaklega sniðin að börnum með miklar og flóknar þarfir. Þegar rætt er um fjölgun fagmenntaðra talmeinafræðinga beinist umræðan sjaldnast að raunhæfum lausnum til að auka framboð þjónustu. Þegar hugmyndir koma fram um að nýta aðra faglega nálgun eða millistig, til dæmis talþjálfa, til að létta á kerfinu og styðja við börn með miklar þarfir, var áherslan lögð á að halda faglegu valdi óskertu, til dæmis með því að gera kröfu um að slík hlutverk séu skilgreind sem aðstoðarmenn talmeinafræðinga fremur en sjálfstæð fagleg úrræði. Þegar ábyrgð er færð yfir á foreldra, þegar kerfisbreytingar eru torveldaðar og þegar kröfur um launahækkanir verða háværari en kröfur um raunverulegar umbætur, verður til það sem hér má kalla talmafíu. Kerfi þar sem ákveðin kreðsa innan fagstéttarinnar virðist ráða ferðinni, skilgreina umræðuna og móta forgangsröðunina. Þegar fáir aðilar hafa raunveruleg áhrif á framboð þjónustu og standa jafnframt gegn breytingum sem myndu auka aðgengi, verður kerfið í reynd sambærilegt við markaði þar sem framboð er stýrt af hagsmunum þeirra sem sitja við borðið, líkt og þekkist af alþjóðlegum hrávörumörkuðum, eins og samráði OPEC-olíulandanna. Þannig vill talmeinamafían stjórna framboðinu til að vernda eigin hagsmuni og sitja að öruggum og hentugum verkefnum. Þetta á ekki við um alla talmeinafræðinga. Margir sinna starfi sínu af fagmennsku, samviskusemi og með raunverulegan hag barna að leiðarljósi. Barn mitt hefur notið þjónustu talmeinafræðings sem hefur verið eins og himnasending í líf okkar. Hún hefur sýnt hvernig fagið getur verið þegar það er stundað af þekkingu, sveigjanleika og mannlegum skilningi. Hins vegar virðist ákveðinn hávær hópur innan stéttarinnar móta opinbera umræðu og hafa veruleg áhrif á stefnumótun, þrátt fyrir að hann tali langt í frá fyrir alla stéttina. Þegar slík rödd fær meira vægi en aðrar og þegar kerfisvernd vegur þyngra en réttindi barna, verður niðurstaðan sú sem blasir við í dag. Fjórtán ár af hringferðum Sú staða sem börn og fjölskyldur þeirra búa við í dag hefur þróast yfir langan tíma. Málaflokkurinn hefur verið til umfjöllunar í stjórnsýslunni árum saman, án þess að skýr og varanleg niðurstaða hafi fengist. Ítrekað hafa verið skipaðir starfshópar, unnar skýrslur og settar fram tillögur sem allar lýsa sama grunnvanda. Á sama tíma hefur skortur á pólitískri ákvörðunartöku leitt til þess að ábyrgðin hefur í framkvæmd verið færð til og frá milli kerfa. Meðfylgjandi tímalína sýnir þetta ferli skýrt. Tímalínan sýnir langt ferli þar sem vandinn er stöðugt greindur, ábyrgð færð til og frá, en bindandi ákvarðanir í raun aldrei teknar. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2013 falið ráðherra með formlegri þingsályktun að endurskoða málaflokkinn og skila markvissri aðgerðaáætlun, þá lauk því verkefni aldrei með samþykktri niðurstöðu. Sú staða, að verkefni sem unnið var í mörg ár með umboði Alþingis skuli falla niður án formlegra skila eða ábyrgðar, endurspeglar kerfislægan veikleika. Nú þarf fullorðið fólk að setjast niður Hægt er að hjálpa einhverfum börnum með þriðja stigs þjónustuþörf. Þau eru ekki of flókin og þau eru ekki vonlaus. Þau eru börn með réttindi, þarfir og möguleika. Kerfið á að laga sig að þeim, ekki öfugt. Talmeinaþjónusta á að snúast um samskipti, þátttöku og lífsgæði, ekki aðeins um mælanlegan árangur eða þægilegt verklag. Ábyrgðin liggur ekki eingöngu hjá stjórnvöldum. Hún liggur einnig hjá fagstéttinni sjálfri. Þar þarf að vera vilji til að horfast í augu við þá staðreynd að þau börn sem mest þurfa á þjónustu að halda eru oft þau sem fá hana síst. Þar þarf að vera vilji til breytinga, ekki aðeins kröfur um hærri laun. Nú er kominn tími til að fullorðið fólk setjist niður. Stjórnvöld, fagstéttir og Sjúkratryggingar Íslands verða að horfast í augu við þá staðreynd að fjórtán ára ferli skýrslna, starfshópa og óljósra aðgerða hefur ekki skilað raunverulegum umbótum fyrir þau börn sem mest þurfa á þjónustu að halda. Lausnin liggur ekki eingöngu í auknu fjármagni, heldur í ábyrgð, skýrri forgangsröðun og raunverulegum kerfisbreytingum þar sem réttindi og þarfir barnanna eru sett í fyrsta sæti. Erfiðu mömmurnar Í samtölum við aðra foreldra hefur komið í ljós hvernig óttinn við að styggja fagfólk mótar hegðun þeirra. Ein móðir lýsti því hvernig hún lifði árum saman í stöðugum kvíða yfir því að segja eða gera eitthvað sem gæti raskað sambandi hennar við talmeinafræðing sonar síns. Hún upplifði að hún þyrfti að samþykkja allar ákvarðanir og forðast hvers kyns gagnrýni, af ótta við að þjónustan yrði skert eða tekin af barninu. Þegar foreldrar upplifa slíkt valdójafnvægi er ekki lengur um heilbrigt samstarf að ræða, heldur kerfi sem byggir á ótta fremur en trausti. Foreldrar eru í raun orðnir álíka mállausir og börnin sem kerfið á að þjóna. Þessi grein er skrifuð í mínu nafni. Ekki fyrir hönd hóps, samtaka eða hagsmunaaðila. Hún er skrifuð af móður sem lifir þetta kerfi daglega og stendur í nánum tengslum við aðra foreldra sem glíma við sömu reynslu. Óttinn er raunverulegur. Mæður með börn á biðlistum óttast að börnin þeirra komist síður að ef þær gagnrýna kerfið. Mæður sem hafa náð einhverri þjónustu óttast að hún verði tekin af þeim. Allar vita af stimplinum sem fylgir því að vera kölluð „erfið mamma“. Í þessum heimi er það vel þekkt fyrirbæri að foreldrar sem spyrja spurninga, krefjast svara eða benda á kerfisgalla séu flokkaðir sem erfiðir. Sá stimpill hefur afleiðingar. Hann getur þýtt síðra aðgengi, kaldara viðmót og jafnvel minni vilja til að leita lausna. Þess vegna bukta margir sig og beygja, þegja frekar en að tala, af ótta við að skaða stöðu barnsins síns í brotnu kerfi. Þessi þögn er ekki merki um sátt. Hún er merki um ótta og ójafnvægi. Þegar foreldrar upplifa að gagnrýni geti bitnað á barni þeirra er kerfið orðið þannig úr garði gert að það þolir ekki gagnsæi. Þessi grein er skrifuð með börnin í huga, sérstaklega þau sem sitja lengst eftir og með virðingu fyrir öllum þeim foreldrum sem reyna dag eftir dag að halda utan um óvissuna. Höfundur er móðir einhverfs barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Íslenska talmeinaþjónustan fyrir börn hefur verið í viðvarandi krísu í meira en áratug. Biðlistar lengjast, ábyrgð er óljós og lausnir dragast. Þetta er staða sem ég þekki af eigin reynslu sem móðir, ekki úr skýrslum heldur úr daglegu lífi með barni mínu, sem beið tæp þrjú ár eftir talmeinaþjónustu, þar sem biðin var raunveruleg, afleiðingarnar sýnilegar og óvissan stöðugur fylgifiskur. Börn bíða, sérstaklega einhverf börn með þriðja stigs þjónustuþörf, eftir þjónustu sem á að vera grundvallarmannréttindi barna. Þrátt fyrir að þessi börn hafi flóknar og umfangsmiklar þarfir virðast þau síður fá raunverulega íhlutun en þau sem falla betur að hefðbundnu þjónustumódeli. Biðlistar eru orðnir hluti af landslaginu. Þeir eru orðnir norm, stöðugt bakgrunnshljóð í umræðu um þjónustu við börn, suð sem fólk virðist hafa lært að lifa með. En biðlistar barna eftir heilbrigðisþjónustu eru ekki tæknilegt vandamál né óþægileg tölfræði. Þeir eru grafalvarlegt réttindamál. Þegar börn bíða í mánuði eða ár eftir þjónustu sem skiptir sköpum fyrir þroska, samskipti og lífsgæði er ekki um „seinkun“ að ræða heldur kerfisbundna vanrækslu. Þegar kerfið hentar aðeins sumum börnum Talmeinafræði snýst ekki eingöngu um talmál. Hún snýst einnig um önnur samskipti, skilning, tjáningu, tengsl og þátttöku í daglegu lífi. Fyrir mörg einhverf börn er markmiðið ekki hefðbundið talmál, heldur virk samskipti með myndum, táknum, tækni eða öðrum óhefðbundnum leiðum. Samt sýnir reynslan að börn með miklar og flóknar þarfir eru oftar sett aftar í röðina. Þau eru talin „erfið“, „tímafrek“ eða „lítið árangursrík“ mál og þjónustan virðist of oft miðuð við þau börn sem líkleg eru til að sýna hraðan og mælanlegan árangur, ekki síst þar sem auðveldara er að sinna þeim innan hefðbundinna stofa. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstarfsmenn og starfa samkvæmt lögum og faglegum skyldum sem fela í sér að veita þjónustu á grundvelli þarfa, jafnræðis og faglegs mats. Með þeirri stöðu fylgir ábyrgð gagnvart börnum með alvarlegar og flóknar stuðningsþarfir, þar á meðal einhverfum börnum með þriðja stigs þjónustuþörf. Þegar slík börn eru ítrekað sett til hliðar, metin sem „of flókin“ eða óraunhæf íhlutun, er ekki lengur um skipulagsvanda að ræða heldur spurningu um faglega ábyrgð heilbrigðisþjónustu. Ábyrgðin færð yfir á foreldra Í samskiptum við foreldra birtist þessi afstaða gjarnan í öðrum búningi. Í stað þess að horfast í augu við skort á úrræðum eða kerfislegar hindranir er ábyrgðin færð yfir á fjölskyldurnar sjálfar. Foreldrar fá þau skilaboð, beint eða óbeint, að um sé að ræða „foreldravanda“, að málið snúist um „of miklar kröfur“, „óraunhæfar væntingar“ eða að við þurfum “bara að vera dulglegri að lesa fyrir börnin okkar.” Með þessum hætti er dregið úr alvarleika stöðu barnsins og réttlæting sköpuð fyrir því að þjónusta sé ekki veitt eða sé mjög takmörkuð. Talmafían – ræður hver talar Á sama tíma kallar fagstétt talmeinafræðinga eftir auknu fjármagni og betri kjörum. Í opinberri umræðu er lögð áhersla á laun, samninga, álag og ólaunaða vinnu og gjarnan vísað til þess að slík barátta sé forsenda betri þjónustu við börn. Það er skiljanlegt að fagfólk vilji bætt starfsskilyrði. Það sem vantar hins vegar í umræðuna er skýr ábyrgð gagnvart þeim börnum sem sitja eftir í kerfinu og sjálfsgagnrýni á forgangsröðun þjónustunnar. Þegar horft er til þeirra barna sem hafa flóknastar þarfir er þessi orðræða hæpin. Þar heyrist sjaldnast krafa um að tryggja aðgengi, samfellu eða sérhæfða þjónustu. Baráttan snýst fyrst og fremst um kjaramál, svo sem greiðslur fyrir ferðatíma, akstur og framkvæmd þjónustunnar sjálfrar, en síður um réttindi þeirra barna sem krefjast mest af kerfinu og sitja lengst eftir. Athygli vekur að þegar tillaga var lögð fram um að fella niður tveggja ára starfsnám sem skilyrði fyrir því að talmeinafræðingar gætu starfað samkvæmt rammasamningi, var barist af krafti með vísan til hagsmuna barna og aðgengis að þjónustu. Sú afstaða sýnir að þegar breytingar snerta beint starfsskilyrði stéttarinnar er barnasjónarmiðið dregið skýrt fram. Þögnin sem ríkir þegar kemur að börnum með flóknar og umfangsmiklar þarfir verður því enn áleitnari. Nýjustu fréttir sýna jafnframt hversu sterk staða fagstéttarinnar er í þessu kerfi. Nú er opinberlega rætt um að stór hluti talmeinafræðinga hyggist hætta störfum eða draga sig út úr kerfinu, á sama tíma og biðlistar barna lengjast og þjónusta dregst saman. Slíkar yfirlýsingar eru settar fram í samhengi við kjaramál og samningsstöðu en afleiðingarnar munu bitna á börnum og fjölskyldum þeirra. Þegar stétt sem sinnir heilbrigðisþjónustu við börn beitir brotthvarfi sem þrýstiaðferð í kerfi sem þegar er ósjálfbært, undirstrikar það valdastöðu hennar gagnvart bæði stjórnsýslu og notendum þjónustunnar. Í slíku samhengi verður sífellt erfiðara að ræða biðlista, aðgengi og réttindi barna án þess að horfast í augu við hverjir raunverulega hafa áhrif á framboð þjónustunnar. Þá vekur tregða gagnvart miðlægum biðlistum athygli. Slíkt kerfi gæti tryggt gegnsæi, jafnræði og skýrari forgangsröðun út frá þörfum barna en ekki út frá staðsetningu, tengslum eða aðgengi að einstökum stofum. Andstaða við slíkar lausnir bendir til þess að verndun núverandi fyrirkomulags talmeinafræðinga á stofum vegi þyngra en réttur barnanna sem bíða. Börn með flóknari þarfir þurfa þjónustu í sínu nærumhverfi. Þau þurfa aðstoð þar sem þau lifa daglegu lífi sínu, í leikskólum, skólum og heimahúsum, þar sem samskipti, aðstæður, áreiti eru raunveruleg og þeim líður nógu vel til að læra. Þrátt fyrir að þetta hafi ítrekað verið lagt til í skýrslum og aðgerðaáætlunum virðist framkvæmd þjónustunnar áfram mótast af stofumiðaðri hugsun, þar sem þjónusta er veitt á forsendum kerfisins fremur en þarfa barnanna. Fyrir börn sem ekki falla að slíkum ramma verður aðgengið takmarkað og viljinn til að þróa þjónustu sem krefst meiri sveigjanleika, ferðalaga og samvinnu virðist lítill. Sú staðreynd skýrir að hluta hvers vegna einmitt þessi börn sitja lengst eftir. Á sama tíma hefur lítið verið rætt um hvernig fjölga eigi í stéttinni með markvissum hætti, hvernig bæta megi aðgengi að námi eða hvernig þróa megi þjónustu sem er sérstaklega sniðin að börnum með miklar og flóknar þarfir. Þegar rætt er um fjölgun fagmenntaðra talmeinafræðinga beinist umræðan sjaldnast að raunhæfum lausnum til að auka framboð þjónustu. Þegar hugmyndir koma fram um að nýta aðra faglega nálgun eða millistig, til dæmis talþjálfa, til að létta á kerfinu og styðja við börn með miklar þarfir, var áherslan lögð á að halda faglegu valdi óskertu, til dæmis með því að gera kröfu um að slík hlutverk séu skilgreind sem aðstoðarmenn talmeinafræðinga fremur en sjálfstæð fagleg úrræði. Þegar ábyrgð er færð yfir á foreldra, þegar kerfisbreytingar eru torveldaðar og þegar kröfur um launahækkanir verða háværari en kröfur um raunverulegar umbætur, verður til það sem hér má kalla talmafíu. Kerfi þar sem ákveðin kreðsa innan fagstéttarinnar virðist ráða ferðinni, skilgreina umræðuna og móta forgangsröðunina. Þegar fáir aðilar hafa raunveruleg áhrif á framboð þjónustu og standa jafnframt gegn breytingum sem myndu auka aðgengi, verður kerfið í reynd sambærilegt við markaði þar sem framboð er stýrt af hagsmunum þeirra sem sitja við borðið, líkt og þekkist af alþjóðlegum hrávörumörkuðum, eins og samráði OPEC-olíulandanna. Þannig vill talmeinamafían stjórna framboðinu til að vernda eigin hagsmuni og sitja að öruggum og hentugum verkefnum. Þetta á ekki við um alla talmeinafræðinga. Margir sinna starfi sínu af fagmennsku, samviskusemi og með raunverulegan hag barna að leiðarljósi. Barn mitt hefur notið þjónustu talmeinafræðings sem hefur verið eins og himnasending í líf okkar. Hún hefur sýnt hvernig fagið getur verið þegar það er stundað af þekkingu, sveigjanleika og mannlegum skilningi. Hins vegar virðist ákveðinn hávær hópur innan stéttarinnar móta opinbera umræðu og hafa veruleg áhrif á stefnumótun, þrátt fyrir að hann tali langt í frá fyrir alla stéttina. Þegar slík rödd fær meira vægi en aðrar og þegar kerfisvernd vegur þyngra en réttindi barna, verður niðurstaðan sú sem blasir við í dag. Fjórtán ár af hringferðum Sú staða sem börn og fjölskyldur þeirra búa við í dag hefur þróast yfir langan tíma. Málaflokkurinn hefur verið til umfjöllunar í stjórnsýslunni árum saman, án þess að skýr og varanleg niðurstaða hafi fengist. Ítrekað hafa verið skipaðir starfshópar, unnar skýrslur og settar fram tillögur sem allar lýsa sama grunnvanda. Á sama tíma hefur skortur á pólitískri ákvörðunartöku leitt til þess að ábyrgðin hefur í framkvæmd verið færð til og frá milli kerfa. Meðfylgjandi tímalína sýnir þetta ferli skýrt. Tímalínan sýnir langt ferli þar sem vandinn er stöðugt greindur, ábyrgð færð til og frá, en bindandi ákvarðanir í raun aldrei teknar. Þrátt fyrir að Alþingi hafi árið 2013 falið ráðherra með formlegri þingsályktun að endurskoða málaflokkinn og skila markvissri aðgerðaáætlun, þá lauk því verkefni aldrei með samþykktri niðurstöðu. Sú staða, að verkefni sem unnið var í mörg ár með umboði Alþingis skuli falla niður án formlegra skila eða ábyrgðar, endurspeglar kerfislægan veikleika. Nú þarf fullorðið fólk að setjast niður Hægt er að hjálpa einhverfum börnum með þriðja stigs þjónustuþörf. Þau eru ekki of flókin og þau eru ekki vonlaus. Þau eru börn með réttindi, þarfir og möguleika. Kerfið á að laga sig að þeim, ekki öfugt. Talmeinaþjónusta á að snúast um samskipti, þátttöku og lífsgæði, ekki aðeins um mælanlegan árangur eða þægilegt verklag. Ábyrgðin liggur ekki eingöngu hjá stjórnvöldum. Hún liggur einnig hjá fagstéttinni sjálfri. Þar þarf að vera vilji til að horfast í augu við þá staðreynd að þau börn sem mest þurfa á þjónustu að halda eru oft þau sem fá hana síst. Þar þarf að vera vilji til breytinga, ekki aðeins kröfur um hærri laun. Nú er kominn tími til að fullorðið fólk setjist niður. Stjórnvöld, fagstéttir og Sjúkratryggingar Íslands verða að horfast í augu við þá staðreynd að fjórtán ára ferli skýrslna, starfshópa og óljósra aðgerða hefur ekki skilað raunverulegum umbótum fyrir þau börn sem mest þurfa á þjónustu að halda. Lausnin liggur ekki eingöngu í auknu fjármagni, heldur í ábyrgð, skýrri forgangsröðun og raunverulegum kerfisbreytingum þar sem réttindi og þarfir barnanna eru sett í fyrsta sæti. Erfiðu mömmurnar Í samtölum við aðra foreldra hefur komið í ljós hvernig óttinn við að styggja fagfólk mótar hegðun þeirra. Ein móðir lýsti því hvernig hún lifði árum saman í stöðugum kvíða yfir því að segja eða gera eitthvað sem gæti raskað sambandi hennar við talmeinafræðing sonar síns. Hún upplifði að hún þyrfti að samþykkja allar ákvarðanir og forðast hvers kyns gagnrýni, af ótta við að þjónustan yrði skert eða tekin af barninu. Þegar foreldrar upplifa slíkt valdójafnvægi er ekki lengur um heilbrigt samstarf að ræða, heldur kerfi sem byggir á ótta fremur en trausti. Foreldrar eru í raun orðnir álíka mállausir og börnin sem kerfið á að þjóna. Þessi grein er skrifuð í mínu nafni. Ekki fyrir hönd hóps, samtaka eða hagsmunaaðila. Hún er skrifuð af móður sem lifir þetta kerfi daglega og stendur í nánum tengslum við aðra foreldra sem glíma við sömu reynslu. Óttinn er raunverulegur. Mæður með börn á biðlistum óttast að börnin þeirra komist síður að ef þær gagnrýna kerfið. Mæður sem hafa náð einhverri þjónustu óttast að hún verði tekin af þeim. Allar vita af stimplinum sem fylgir því að vera kölluð „erfið mamma“. Í þessum heimi er það vel þekkt fyrirbæri að foreldrar sem spyrja spurninga, krefjast svara eða benda á kerfisgalla séu flokkaðir sem erfiðir. Sá stimpill hefur afleiðingar. Hann getur þýtt síðra aðgengi, kaldara viðmót og jafnvel minni vilja til að leita lausna. Þess vegna bukta margir sig og beygja, þegja frekar en að tala, af ótta við að skaða stöðu barnsins síns í brotnu kerfi. Þessi þögn er ekki merki um sátt. Hún er merki um ótta og ójafnvægi. Þegar foreldrar upplifa að gagnrýni geti bitnað á barni þeirra er kerfið orðið þannig úr garði gert að það þolir ekki gagnsæi. Þessi grein er skrifuð með börnin í huga, sérstaklega þau sem sitja lengst eftir og með virðingu fyrir öllum þeim foreldrum sem reyna dag eftir dag að halda utan um óvissuna. Höfundur er móðir einhverfs barns.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun