Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2026 08:32 Guðjón Hreinn hefur verið formaður frá árinu 2019. FF Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. „Ég finn mig knúinn til þess að lýsa megnri óánægju með síðasta útspil mótherja míns í framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara. Nú, nokkrum klukkustundum fyrir lok kosninga, sakar hann samherja sinn í stjórn félagsins, sem jafnframt hefur verið varaformaður þetta kjörtímabil, um óeðlileg afskipti af kosningum eftir að hún skrifaði póst á kollega sína í Tækniskólanum og hvatti þá til þess að kjósa mig áfram sem formann,“ segir Guðjón í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Simon Cramer Larsen sakar varaformann um óeðlileg afskipti og segir ekki gætt jafnræðis hvað varðar aðgengi að félagaskrá. Guðjón hefur vísað þessum ásökunum á bug. FF Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Simon að það væri alvarlegt að starfsmaður félagsins hafi hvatt félagsmenn til að kjósa sitjandi formann. Helga hafi verið ráðin í hlutastarf árið 2022 að tillögu formanns. Það breyti stöðu varaformannsins sem bæði sitji undir formanni félagsins og lúti reglum um trúnað og hlutleysi gagnvart félagsmönnum öllum. Einnig kom fram í viðtalinu að í pósti varaformannsins, Helgu Jóhönnu Baldursdóttur, hafi hún hvatt fólk til að kjósa Guðjón áfram sem formann og sagt að það væri „galið“ að skipta um formann núna í miðjum viðræðum um virðismat kennara en viðræðurnar eru hluti af kjarasamningi kennara. Færsla Guðjóns var birt í gær. Kosningu lýkur í dag. Facebook Alvarlegt að vekja spurningar um jafnræði Guðjón segir í færslu sinni einnig „háalvarlegt“ að Simon segi í viðtali við Morgunblaðið í gær að það veki spurningar um jafnræði í baráttunni að Guðjón hafi, sem sitjandi formaður, aðgang að félagaskrá en ekki hann. „Þar með er sterklega gefið í skyn að ég hafi nýtt mér félagaskrána í annarlegum tilgangi. Það hef ég ekki gert. Á meðan kosningabaráttunni stóð sendi ég einn tölvupóst á formenn og trúnaðarmenn félagsins - eftir lista sem við báðir frambjóðendurnir höfðum aðgang að, enda birtur á vefsíðu Félags framhaldsskólakennara,“ segir Guðjón í færslu sinni. Hann segir póstinn hafa verið sendan til að svara spurningum sem ekki hafi náðst að svara á framboðsfundi sem fór fram fyrir viku síðan, 22. janúar. Þá hafi hann beðið formenn að áframsenda póst á félagsfólk og segir Guðjón það eina póstinn sem hann hafi sent frá sér sem ætlaður hafi verið öllu félagsfólki. Hann hafi því farið eftir þekktum boðleiðum. Lýsir yfir djúpri vanþóknun „Ég vísa þessum alvarlegu ásökunum á bug og lýsi djúpri vanþóknun á svona málflutningi og baráttuaðferðum. Ég treysti því fullkomlega að félagsfólk sjái í gegnum þetta og treysti því til að nýta kosningarétt sinn félaginu okkar til heilla og gef formanni skýrt umboð til góðra verka næstu 4 ár. Við erum á góðri leið sem ég vil leiða áfram ásamt því fólki sem hlýtur traust til stjórnarsetu í þessum kosningum,“ segir Guðjón að lokum. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
„Ég finn mig knúinn til þess að lýsa megnri óánægju með síðasta útspil mótherja míns í framboði til formanns Félags framhaldsskólakennara. Nú, nokkrum klukkustundum fyrir lok kosninga, sakar hann samherja sinn í stjórn félagsins, sem jafnframt hefur verið varaformaður þetta kjörtímabil, um óeðlileg afskipti af kosningum eftir að hún skrifaði póst á kollega sína í Tækniskólanum og hvatti þá til þess að kjósa mig áfram sem formann,“ segir Guðjón í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Simon Cramer Larsen sakar varaformann um óeðlileg afskipti og segir ekki gætt jafnræðis hvað varðar aðgengi að félagaskrá. Guðjón hefur vísað þessum ásökunum á bug. FF Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Simon að það væri alvarlegt að starfsmaður félagsins hafi hvatt félagsmenn til að kjósa sitjandi formann. Helga hafi verið ráðin í hlutastarf árið 2022 að tillögu formanns. Það breyti stöðu varaformannsins sem bæði sitji undir formanni félagsins og lúti reglum um trúnað og hlutleysi gagnvart félagsmönnum öllum. Einnig kom fram í viðtalinu að í pósti varaformannsins, Helgu Jóhönnu Baldursdóttur, hafi hún hvatt fólk til að kjósa Guðjón áfram sem formann og sagt að það væri „galið“ að skipta um formann núna í miðjum viðræðum um virðismat kennara en viðræðurnar eru hluti af kjarasamningi kennara. Færsla Guðjóns var birt í gær. Kosningu lýkur í dag. Facebook Alvarlegt að vekja spurningar um jafnræði Guðjón segir í færslu sinni einnig „háalvarlegt“ að Simon segi í viðtali við Morgunblaðið í gær að það veki spurningar um jafnræði í baráttunni að Guðjón hafi, sem sitjandi formaður, aðgang að félagaskrá en ekki hann. „Þar með er sterklega gefið í skyn að ég hafi nýtt mér félagaskrána í annarlegum tilgangi. Það hef ég ekki gert. Á meðan kosningabaráttunni stóð sendi ég einn tölvupóst á formenn og trúnaðarmenn félagsins - eftir lista sem við báðir frambjóðendurnir höfðum aðgang að, enda birtur á vefsíðu Félags framhaldsskólakennara,“ segir Guðjón í færslu sinni. Hann segir póstinn hafa verið sendan til að svara spurningum sem ekki hafi náðst að svara á framboðsfundi sem fór fram fyrir viku síðan, 22. janúar. Þá hafi hann beðið formenn að áframsenda póst á félagsfólk og segir Guðjón það eina póstinn sem hann hafi sent frá sér sem ætlaður hafi verið öllu félagsfólki. Hann hafi því farið eftir þekktum boðleiðum. Lýsir yfir djúpri vanþóknun „Ég vísa þessum alvarlegu ásökunum á bug og lýsi djúpri vanþóknun á svona málflutningi og baráttuaðferðum. Ég treysti því fullkomlega að félagsfólk sjái í gegnum þetta og treysti því til að nýta kosningarétt sinn félaginu okkar til heilla og gef formanni skýrt umboð til góðra verka næstu 4 ár. Við erum á góðri leið sem ég vil leiða áfram ásamt því fólki sem hlýtur traust til stjórnarsetu í þessum kosningum,“ segir Guðjón að lokum.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira