Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2026 23:03 Einar segir hátt í þrjátíu starfsmenn starfa í Bláfjöllum. Þeir bíða spenntir eftir alvöru snjó. Vísir/Arnar/Anton Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. Í Bláfjöllum hafa lyfturnar lítið hreyfst í vetur þar sem snjóinn hefur skort og alls kostar óvíst er hvenær hægt verður að opna skíðasvæðið. Átta snjóbyssur eru í Bláfjöllum og í byrjun desember var byrjað að framleiða snjó. Starfsfólkið var þá vongott um að geta fljótlega farið að taka á móti gestum. „Við vorum klárir í opnun rétt fyrir jól. Þá kom þriggja vikna rigningartímabil þannig við gátum ekki opnað þá,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri í Bláfjöllum. Í janúar byrjaði snjóframleiðsla aftur þegar það kólnaði. „Náðum að framleiða á barnasvæðið í kringum okkur og opnuðum það eina helgi með frábærum viðtökum. Það var fullt líf hérna af börnum, bara geggjað, svo kom bara aftur skítatíð og við erum enn þá í því.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa síðustu tveir mánuðir verið óvenju snjóléttir. Desember var sá fjórði hlýjasti í Reykjavík frá upphafi mælinga. Þá hefur úrkoman í Reykjavík ekki mælst minni fyrstu tuttugu og sjö dagana í janúar síðan árið 1959. Meðalfjöldi alhvítra daga í Reykjavík frá desember til mars á árunum 1991 til 2020 var fjörutíu og sjö. Þeir hafa hins vegar aðeins verið fjórir núna. Einar segir þann litla snjó sem nú er í Bláfjöllum hafa verið framleiddan. „Þetta er bara nákvæmlega allt úr snjóbyssum.“ Einar hóf störf á svæðinu árið 1981 og segir sjaldan hafa verið jafn lítið af snjó. Veturinn sé þó ekki búinn. „Við bíðum eftir að við fáum fólk á skíði. Þetta er ömurlegur staður þegar enginn er hérna í fjallinu.“ Það sé þó ekki tilefni til bjartsýni þegar litið er til næstu daga. „Ef maður horfir viku fram í tímann þá bara sjáum við að við getum ekki gert neitt.“ Veður Skíðasvæði Tengdar fréttir Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði. 5. janúar 2026 15:42 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í Bláfjöllum hafa lyfturnar lítið hreyfst í vetur þar sem snjóinn hefur skort og alls kostar óvíst er hvenær hægt verður að opna skíðasvæðið. Átta snjóbyssur eru í Bláfjöllum og í byrjun desember var byrjað að framleiða snjó. Starfsfólkið var þá vongott um að geta fljótlega farið að taka á móti gestum. „Við vorum klárir í opnun rétt fyrir jól. Þá kom þriggja vikna rigningartímabil þannig við gátum ekki opnað þá,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri í Bláfjöllum. Í janúar byrjaði snjóframleiðsla aftur þegar það kólnaði. „Náðum að framleiða á barnasvæðið í kringum okkur og opnuðum það eina helgi með frábærum viðtökum. Það var fullt líf hérna af börnum, bara geggjað, svo kom bara aftur skítatíð og við erum enn þá í því.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa síðustu tveir mánuðir verið óvenju snjóléttir. Desember var sá fjórði hlýjasti í Reykjavík frá upphafi mælinga. Þá hefur úrkoman í Reykjavík ekki mælst minni fyrstu tuttugu og sjö dagana í janúar síðan árið 1959. Meðalfjöldi alhvítra daga í Reykjavík frá desember til mars á árunum 1991 til 2020 var fjörutíu og sjö. Þeir hafa hins vegar aðeins verið fjórir núna. Einar segir þann litla snjó sem nú er í Bláfjöllum hafa verið framleiddan. „Þetta er bara nákvæmlega allt úr snjóbyssum.“ Einar hóf störf á svæðinu árið 1981 og segir sjaldan hafa verið jafn lítið af snjó. Veturinn sé þó ekki búinn. „Við bíðum eftir að við fáum fólk á skíði. Þetta er ömurlegur staður þegar enginn er hérna í fjallinu.“ Það sé þó ekki tilefni til bjartsýni þegar litið er til næstu daga. „Ef maður horfir viku fram í tímann þá bara sjáum við að við getum ekki gert neitt.“
Veður Skíðasvæði Tengdar fréttir Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði. 5. janúar 2026 15:42 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði. 5. janúar 2026 15:42