Handbolti

Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullu­sáttir“

Aron Guðmundsson skrifar
Ómar Ingi á flugi í leik dagsins
Ómar Ingi á flugi í leik dagsins Vísir/Vilhelm

Landsliðsfyrirliðinn Ómar Ingi Magnússon var að vonum stoltur eftir að Ísland hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum EM með sigri á Slóvenum í dag. Ómar segir stefnuna setta lengra, liðið sé ekki búið að vinna neitt.

Ísland er komið áfram í undanúrslitin á EM í handbolta eftir öruggan  sigur gegn Slóveníu í síðasta leik milliriðilsins. Næsti andstæðingur Íslands er enn óljós en ljóst er að strákarnir okkar munu spila um verðlaun.

„Þetta er bara geggjað. Búinn að vera skrýtinn sólarhringur en þegar við fengum annað tækifæri til að koma okkur í undanúrslit vorum við ekki að fara sleppa því,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Henry Birgi eftir leik.

Klippa: Ómar að melta frábæran árangur

„Ákveðið skref búið að taka. Maður er aðeins að melta þetta en við erum ekki hættir.

Stefnan er sett lengra? Þetta er lið sem ætlar sér enn þá stærri hluti?

„Já. Við erum ekki búnir að vinna neitt en erum náttúrulega drullusáttir.

Viðtalið við Ómar Inga í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×