Handbolti

Óli Stef greindi frá fjar­veru sonarins yfir lamba­læri hjá Þrótturum

Sindri Sverrisson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson er veikur og missir af leiknum í dag.
Einar Þorsteinn Ólafsson er veikur og missir af leiknum í dag. Vísir/Vilhelm

Einar Þorsteinn Ólafsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta leik á EM í dag, gegn Ítalíu klukkan 17, vegna veikinda.

Ólafur Stefánsson, pabbi Einars, greindi frá þessu í lambalærisveislu hjá Þrótti í Laugardalnum í hádeginu, þar sem hitað var upp fyrir EM með góðum gestum, en frá þessu var greint á RÚV.

Einar ræddi við Vísi á miðvikudagskvöld og virtist þá fullfrískur og klár í slaginn fyrir mótið en þarf nú að bíða um sinn.

Snorri Steinn Guðjónsson er með sautján manna EM-hóp í Kristianstad og því ljóst að einn leikmaður þarf að vera utan hóps í hverjum leik, því þar mega bara sextán leikmenn vera skráðir. Þorsteinn Leó Gunnarsson og Einar Baldvin Baldvinsson æfðu einnig með liðinu í aðdraganda mótsins, á Íslandi.

Hópur Íslands gegn Ítalíu:

Markmenn:

  • Björgvin Páll Gústavsson, Valur (287/26)
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (75/2)

Aðrir leikmenn:

  • Andri Már Rúnarsson, Erlangen (8/8)
  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (107/115)
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém (128/426)
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (64/138)
  • Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (93/214)
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (75/171)
  • Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (47/64)
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged (100/177)
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (32/106)
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (58/178)
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (94/341)
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (48/46)
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen (73/219)
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (108/48)

Tengdar fréttir

Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent

Einar Þorsteinn Ólafsson er fyrst og fremst spenntur fyrir komandi Evrópumóti karla í handbolta. Hann kveðst meðvitaður um að það reyni á þolinmæðina eftir tækifærum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×