„Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2026 10:00 Bjarki Már fer afar bjartsýnn inn í EM. „Það er bara fín tilfinning að vera orðinn einn af gömlu mönnunum í landsliðinu. Ég hef svo sem verið það í nokkur ár en tilfinningin er góð,“ segir hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem þarf að axla ábyrgð innan sem utan vallar á EM í Svíþjóð. Sem hluti eldri kynslóðarinnar í liðinu lítur Bjarki Már á það sem sína skyldu að gefa af sér til hinna yngri. „Það er ekkert nýtt í ár samt. Ég hef gert það síðustu ár. Kannski meira núna þar sem Aron er farinn. Ég mun gera mitt besta að vera til staðar fyrir strákana. Halda stemningunni góðri. Að sé smá líf í þessu. Annars er ekkert gaman að þessu.“ Klippa: Bjarki Már er bjartsýnn Reynsluboltinn er ekkert búinn að gleyma hversu gaman var að spila í Kristianstad fyrir þremur árum síðan og hann bíður spenntur eftir því að mæta í stemninguna. „Það var sturlun. Þetta var bara eins og að vera á heimavelli. Maður fær gæsahúð við tilhugsunina. Við erum spenntir en þurfum að halda spennustiginu góðu. Halda fókus og allt þetta leiðinlega dót.“ Það er mikið talað um að Ísland sé í dauðafæri að komast í undanúrslit á þessu móti og mikils vænst af liðinu. Finnur Bjarki fyrir þeirri pressu? „Það er eiginlega óhjákvæmilegt að sjá þetta ekki. Leiðin hefur svo sem verið ágæt á síðustu mótum. Það hefur ekki verið að stríða okkur. Það er komin ákveðin reynsla í hópinn núna. Það hentar okkur mjög illa að hugsa eitthvað lengra en bara um riðilinn. Við erum með lið sem getur tapað fyrir Ítalíu og Póllandi og því verðum við að vera klárir. Þá kemur aftur að mínu hlutverki að halda mönnum á jörðinni,“ segir Bjarki Már ákveðinn en finnur liðið fyrir pressu? „Hún er alltaf til staðar og það er bara gott. Hún kemur ekki bara að utan heldur er hún líka innan hópsins. Það eru allt miklir keppnismenn í liðinu. Svo er stutt á milli í þessum mótum eins og við höfum komist að. Það er bara einn hálfleikur sem getur skemmt allt en ég geri mér vonir um að þetta verði mótið sem allt smellur.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er ekki flókið“ Ómar Ingi Magnússon er landsliðsfyrirliði Íslands á komandi Evrópumóti sem hefst með leik við Ítali á morgun. Hann er klár í slaginn. 15. janúar 2026 23:15 Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ „Stemningin er bara góð. Þetta kikkar alltaf inn er maður mætir á hótelið og tekur fyrstu æfinguna á staðnum,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson af sinni alkunnu stóískri ró. 15. janúar 2026 15:02 Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Bennet Wiegert, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum handbolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun. 16. janúar 2026 07:32 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Sem hluti eldri kynslóðarinnar í liðinu lítur Bjarki Már á það sem sína skyldu að gefa af sér til hinna yngri. „Það er ekkert nýtt í ár samt. Ég hef gert það síðustu ár. Kannski meira núna þar sem Aron er farinn. Ég mun gera mitt besta að vera til staðar fyrir strákana. Halda stemningunni góðri. Að sé smá líf í þessu. Annars er ekkert gaman að þessu.“ Klippa: Bjarki Már er bjartsýnn Reynsluboltinn er ekkert búinn að gleyma hversu gaman var að spila í Kristianstad fyrir þremur árum síðan og hann bíður spenntur eftir því að mæta í stemninguna. „Það var sturlun. Þetta var bara eins og að vera á heimavelli. Maður fær gæsahúð við tilhugsunina. Við erum spenntir en þurfum að halda spennustiginu góðu. Halda fókus og allt þetta leiðinlega dót.“ Það er mikið talað um að Ísland sé í dauðafæri að komast í undanúrslit á þessu móti og mikils vænst af liðinu. Finnur Bjarki fyrir þeirri pressu? „Það er eiginlega óhjákvæmilegt að sjá þetta ekki. Leiðin hefur svo sem verið ágæt á síðustu mótum. Það hefur ekki verið að stríða okkur. Það er komin ákveðin reynsla í hópinn núna. Það hentar okkur mjög illa að hugsa eitthvað lengra en bara um riðilinn. Við erum með lið sem getur tapað fyrir Ítalíu og Póllandi og því verðum við að vera klárir. Þá kemur aftur að mínu hlutverki að halda mönnum á jörðinni,“ segir Bjarki Már ákveðinn en finnur liðið fyrir pressu? „Hún er alltaf til staðar og það er bara gott. Hún kemur ekki bara að utan heldur er hún líka innan hópsins. Það eru allt miklir keppnismenn í liðinu. Svo er stutt á milli í þessum mótum eins og við höfum komist að. Það er bara einn hálfleikur sem getur skemmt allt en ég geri mér vonir um að þetta verði mótið sem allt smellur.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er ekki flókið“ Ómar Ingi Magnússon er landsliðsfyrirliði Íslands á komandi Evrópumóti sem hefst með leik við Ítali á morgun. Hann er klár í slaginn. 15. janúar 2026 23:15 Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ „Stemningin er bara góð. Þetta kikkar alltaf inn er maður mætir á hótelið og tekur fyrstu æfinguna á staðnum,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson af sinni alkunnu stóískri ró. 15. janúar 2026 15:02 Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Bennet Wiegert, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum handbolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun. 16. janúar 2026 07:32 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
„Þetta er ekki flókið“ Ómar Ingi Magnússon er landsliðsfyrirliði Íslands á komandi Evrópumóti sem hefst með leik við Ítali á morgun. Hann er klár í slaginn. 15. janúar 2026 23:15
Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ „Stemningin er bara góð. Þetta kikkar alltaf inn er maður mætir á hótelið og tekur fyrstu æfinguna á staðnum,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson af sinni alkunnu stóískri ró. 15. janúar 2026 15:02
Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Bennet Wiegert, þjálfari þýska stórliðsins Magdeburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum handbolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun. 16. janúar 2026 07:32