Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2026 13:33 Guðmundur Fylkisson segir krakkana sína ekki hafa fengið þjónustu hjá skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins í um fjögur ár. Vísir/Anton Brink Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, segir að árekstrar hafi orðið á milli hans og skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins fyrir nokkrum árum þegar hópur barna í sprautuneyslu leitaði þangað í miklu mæli. Frá þessu segir Guðmundur í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling. Guðmundur var af mörgum fjölmiðlum, meðal annars fréttastofu Sýnar, valinn maður ársins árið 2025 vegna góðra starfa hans í þágu barna með fjölþættan vanda. Guðmundur hefur lagt allt sitt í að standa við bakið á hópnum, en hann aðstoðar fjölskyldur þeirra við leit að börnunum þegar þau týnast. Ekki verið vandamál frá 2022 Guðmundur segir að fyrir nokkrum árum hafi hópur þessara krakka verið í sprautuneyslu og skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hafi tekið fram fyrir hendurnar á foreldrum barnanna og útvegað þeim öruggt umhverfi og verkfæri til neyslu. „Það urðu alveg árekstrar þarna á milli okkar,“ segir Guðmundur í viðtalinu. „Frá 2022 hef ég ekki verið með svona hóp, sem sækir þarna þjónustu. Krakkarnir mínir, á meðan þau eru undir átján ára, frá 2022 eru þau ekki að sækja í þessa þjónustu.“ „Viljiði í alvöru að ég fari að elta bílinn ykkar“ Guðmundur segir að starfsmenn bílsins hafi afsakað þjónustuna með því að segjast ekki vita aldur barnanna. Þjónustan er þannig upp byggð að hver sem er getur þangað sótt og fengið hreinar sprautunálar og heilbrigðisþjónustu. „Sama og eiturlyfjamennirnir. Þá þurfti ég að gera það sama: Mæta með mynd og kennitölur og segja „þetta er barnið“,“ segir Guðmundur. „Það gekk svo langt af því að ég vissi af krökkunum að ég sagði: Viljiði í alvöru að ég fari að elta bílinn ykkar þar sem þið eruð að keyra á milli hverfa. Hvaða áhrif mun það hafa á hinn hópinn ykkar?“ Rauði krossinn hafi unnið gegn lögreglunni Skilaboð Frú Ragnheiðar hafi verið þau að börnin yrðu áfram þjónustuð og segir Guðmundur ótrúlegt að það sé afstaða Rauða krossins. Guðmundur segir að frá 2022 hafi krakkarnir hans ekki fengið þjónustu hjá skaðaminnkandi úrræðum Rauða krossins. Byrji það aftur verði hann að fara aftur á sama stað. „Þá bara mæti ég, þetta er krakki með mynd af honum og kennitöluna og segi að þetta sé barn,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort hann telji Rauða krossinn hafa unnið í andstöðu við lögregluna í þessum efnum segir Guðmundur: „Hann gerði það.“ Fíkn Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. 19. desember 2025 17:56 Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. 31. desember 2025 15:06 Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Frá þessu segir Guðmundur í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling. Guðmundur var af mörgum fjölmiðlum, meðal annars fréttastofu Sýnar, valinn maður ársins árið 2025 vegna góðra starfa hans í þágu barna með fjölþættan vanda. Guðmundur hefur lagt allt sitt í að standa við bakið á hópnum, en hann aðstoðar fjölskyldur þeirra við leit að börnunum þegar þau týnast. Ekki verið vandamál frá 2022 Guðmundur segir að fyrir nokkrum árum hafi hópur þessara krakka verið í sprautuneyslu og skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hafi tekið fram fyrir hendurnar á foreldrum barnanna og útvegað þeim öruggt umhverfi og verkfæri til neyslu. „Það urðu alveg árekstrar þarna á milli okkar,“ segir Guðmundur í viðtalinu. „Frá 2022 hef ég ekki verið með svona hóp, sem sækir þarna þjónustu. Krakkarnir mínir, á meðan þau eru undir átján ára, frá 2022 eru þau ekki að sækja í þessa þjónustu.“ „Viljiði í alvöru að ég fari að elta bílinn ykkar“ Guðmundur segir að starfsmenn bílsins hafi afsakað þjónustuna með því að segjast ekki vita aldur barnanna. Þjónustan er þannig upp byggð að hver sem er getur þangað sótt og fengið hreinar sprautunálar og heilbrigðisþjónustu. „Sama og eiturlyfjamennirnir. Þá þurfti ég að gera það sama: Mæta með mynd og kennitölur og segja „þetta er barnið“,“ segir Guðmundur. „Það gekk svo langt af því að ég vissi af krökkunum að ég sagði: Viljiði í alvöru að ég fari að elta bílinn ykkar þar sem þið eruð að keyra á milli hverfa. Hvaða áhrif mun það hafa á hinn hópinn ykkar?“ Rauði krossinn hafi unnið gegn lögreglunni Skilaboð Frú Ragnheiðar hafi verið þau að börnin yrðu áfram þjónustuð og segir Guðmundur ótrúlegt að það sé afstaða Rauða krossins. Guðmundur segir að frá 2022 hafi krakkarnir hans ekki fengið þjónustu hjá skaðaminnkandi úrræðum Rauða krossins. Byrji það aftur verði hann að fara aftur á sama stað. „Þá bara mæti ég, þetta er krakki með mynd af honum og kennitöluna og segi að þetta sé barn,“ segir Guðmundur. Inntur eftir því hvort hann telji Rauða krossinn hafa unnið í andstöðu við lögregluna í þessum efnum segir Guðmundur: „Hann gerði það.“
Fíkn Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. 19. desember 2025 17:56 Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. 31. desember 2025 15:06 Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert áframhaldandi samkomulag um samning um skaðaminnkandi þjónustuna Frú Ragnheiði. Ýmsar breytingar eru í samningnum og fær verkefnið mun meira fjármagn en áður. 19. desember 2025 17:56
Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. 31. desember 2025 15:06
Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda. 10. desember 2025 09:02