Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. janúar 2026 22:50 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, og Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar. Vísir/Vilhelm/Getty „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. „Ég er eiginlega orðlaus. Ég var að lesa viðtal við forsætisráðherra í Heimildinni,“ segir Gauti, og tekur svo fyrir það sem haft var eftir Kristrúnu í viðtalinu. „Ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum“ Í viðtalinu við Heimildina sagði Kristrún ýmislegt um útlendingamál, en hún sagði meðal annars að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsmál Miðflokksins væri mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum með flokknum. „Hvað útlendingamálin varðar, þá er ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum,“ segir Kristrún. „Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið.“ Tók hún fram að hún hefði gert athugasemdir við tón og framsetingu málflutnings Miðflokksmanna. Ástandið eldfimt í Bandaríkjunum Í pistli sínum tók Gauti málflutning og stefnu Miðflokksmanna fyrir áður en hann fór að tala um stefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum. „Í Bandaríkjunum ganga nú um götur grímuklædd, vopnuð lið, sem þurfa ekki að gera grein fyrir hver er á bak við grímuna. Þau beita hörðu og hamslausu ofbeldi, og geta gert slíkt án þess að standa skil gjörða sinna.“ „Ástandið hér vestra er eldfimara en ég hef nokkru sinni upplifað, síðan ég flutti hingað fyrir um 30 árum.“ „Og þetta — þessi stefna, þetta tungutak, þessi hugmyndafræði — er samkvæmt formanni Jafnaðarmannaflokks Íslands sá snertiflötur sem hún "játar" að líklegt sé að náist samstaða um?“ segir Gauti. Eins og frægt er hvatti Kristrún Frostadóttir væntanlegan kjósanda Samfylkingarinnar sem var ósáttur við störf Dags sem borgarstjóra, að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýrði ekki Samfylkingunni, heldur hún, hann væri „aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni.“ Dagur steig svo fram og sagðist hafa gert ráð fyrir því að hann yrði þingflokksformaður, þegar Guðmundur Ari Sigurjónsson hafði verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi þingmaður hefur áhyggjur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur einnig lýst áhyggjum yfir tóninum sem Kristrún slær í viðtalinu. „Ég bara skil ekki hvernig hægt er að gagnrýna á kurteisan hátt „eðli málflutningsins“ hjá Miðflokksfólki um útlendingamál en segja í sömu andrá geta náð saman við þau um útlendingamálin. Og verst er þegar sagt er að „fólk sé farið að upplifa óöryggi og tengja það beint við útlendinga..”“ segir Rósa Björk. Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna 2016, en sagði sig úr flokknum þegar hann fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún gekk svo aftur til liðs við Vinstri græna haustið 2024. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50 Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég er eiginlega orðlaus. Ég var að lesa viðtal við forsætisráðherra í Heimildinni,“ segir Gauti, og tekur svo fyrir það sem haft var eftir Kristrúnu í viðtalinu. „Ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum“ Í viðtalinu við Heimildina sagði Kristrún ýmislegt um útlendingamál, en hún sagði meðal annars að þrátt fyrir gagnrýni á efnahagsmál Miðflokksins væri mögulegt að finna sameiginlegan grundvöll í útlendingamálum með flokknum. „Hvað útlendingamálin varðar, þá er ýmislegt sem við getum náð saman um í útlendingamálum,“ segir Kristrún. „Það þarf ekki annað en að skoða þau mál sem eru að fara í gegnum þingið.“ Tók hún fram að hún hefði gert athugasemdir við tón og framsetingu málflutnings Miðflokksmanna. Ástandið eldfimt í Bandaríkjunum Í pistli sínum tók Gauti málflutning og stefnu Miðflokksmanna fyrir áður en hann fór að tala um stefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum. „Í Bandaríkjunum ganga nú um götur grímuklædd, vopnuð lið, sem þurfa ekki að gera grein fyrir hver er á bak við grímuna. Þau beita hörðu og hamslausu ofbeldi, og geta gert slíkt án þess að standa skil gjörða sinna.“ „Ástandið hér vestra er eldfimara en ég hef nokkru sinni upplifað, síðan ég flutti hingað fyrir um 30 árum.“ „Og þetta — þessi stefna, þetta tungutak, þessi hugmyndafræði — er samkvæmt formanni Jafnaðarmannaflokks Íslands sá snertiflötur sem hún "játar" að líklegt sé að náist samstaða um?“ segir Gauti. Eins og frægt er hvatti Kristrún Frostadóttir væntanlegan kjósanda Samfylkingarinnar sem var ósáttur við störf Dags sem borgarstjóra, að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýrði ekki Samfylkingunni, heldur hún, hann væri „aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni.“ Dagur steig svo fram og sagðist hafa gert ráð fyrir því að hann yrði þingflokksformaður, þegar Guðmundur Ari Sigurjónsson hafði verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Fyrrverandi þingmaður hefur áhyggjur Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur einnig lýst áhyggjum yfir tóninum sem Kristrún slær í viðtalinu. „Ég bara skil ekki hvernig hægt er að gagnrýna á kurteisan hátt „eðli málflutningsins“ hjá Miðflokksfólki um útlendingamál en segja í sömu andrá geta náð saman við þau um útlendingamálin. Og verst er þegar sagt er að „fólk sé farið að upplifa óöryggi og tengja það beint við útlendinga..”“ segir Rósa Björk. Rósa var kjörin á þing fyrir Vinstri græna 2016, en sagði sig úr flokknum þegar hann fór í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún gekk svo aftur til liðs við Vinstri græna haustið 2024.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Tengdar fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50 Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa gert ráð fyrir því að verða þingflokksformaður flokksins. Guðmundur Ari Sigurjónsson var kjörinn formaður þingflokksins í gær. 8. janúar 2025 09:50
Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ 26. október 2024 18:39