Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2026 09:13 Frá mótmælum í Portland í nótt, eftir að hjón voru særð af alríkisútsendurum. AP/Jenny Kane Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir að farþegi í bílnum hafi verið glæpamaður sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum. Hann sé frá Venesúela, tengist glæpasamtökunum Tren de Aragua, sé viðloðinn vændi og hafi komið að nýlegri skotárás í Portland. Þar segir einnig að þegar útsendarar ráðuneytisins hafi kynnt sig hafi ökumaður bílsins reynt að keyra yfir þá. Einn útsendari Landamæraeftirlits Bandaríkjanna er sagður hafa óttast um líf sitt og skotið á bílinn. AP tekur fram að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem styðji þessa yfirlýsingu og að fyrri yfirlýsingar ráðuneytisins eftir sambærileg atvik, þar á meðal eftir banaskotin í Minneapolis í vikunni, hafi reynst rangar. Þá hafa Trumpliðar ítrekað sakað meðlimi Tren de Aragua um að bera ábyrgð á ofbeldi og fíkniefnasölu víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Hjón voru í bílnum og særðust bæði en þau keyrðu á brott þegar þau voru særð. Í kjölfarið hringdu þau á neyðarlínuna eftir aðstoð. Lögregluþjónar fundu hjónin þar sem þau höfðu sagst vera nokkrum kílómetrum frá sjúkrahúsinu þar sem þau voru skotin. Ástand þeirra liggur ekki fyrir en bæði eru sögð á lífi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KGW News í Portland um atvikið. Heita rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynt að senda þjóðvarðliða til Portland, sem þykir mjög vinstri sinnuð borg, en dómarar hafa staðið í vegi hans. Spennan hefur verið nokkuð mikil þar á undanförnum mánuðum og hafa mótmæli verið við höfuðstöðvar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) þar. Dan Rayfield, dómsmálaráðherra Oregon, hefur heitið því að atvikið verði rannsakað í þaula og komist verði til botns í því hvort alríkisútsendarar hafi farið eftir reglum. Þeir verði ákærðir ef tilefni þykir til. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir að farþegi í bílnum hafi verið glæpamaður sem dvelji ólöglega í Bandaríkjunum. Hann sé frá Venesúela, tengist glæpasamtökunum Tren de Aragua, sé viðloðinn vændi og hafi komið að nýlegri skotárás í Portland. Þar segir einnig að þegar útsendarar ráðuneytisins hafi kynnt sig hafi ökumaður bílsins reynt að keyra yfir þá. Einn útsendari Landamæraeftirlits Bandaríkjanna er sagður hafa óttast um líf sitt og skotið á bílinn. AP tekur fram að engar upplýsingar hafi litið dagsins ljós sem styðji þessa yfirlýsingu og að fyrri yfirlýsingar ráðuneytisins eftir sambærileg atvik, þar á meðal eftir banaskotin í Minneapolis í vikunni, hafi reynst rangar. Þá hafa Trumpliðar ítrekað sakað meðlimi Tren de Aragua um að bera ábyrgð á ofbeldi og fíkniefnasölu víða í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Hjón voru í bílnum og særðust bæði en þau keyrðu á brott þegar þau voru særð. Í kjölfarið hringdu þau á neyðarlínuna eftir aðstoð. Lögregluþjónar fundu hjónin þar sem þau höfðu sagst vera nokkrum kílómetrum frá sjúkrahúsinu þar sem þau voru skotin. Ástand þeirra liggur ekki fyrir en bæði eru sögð á lífi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KGW News í Portland um atvikið. Heita rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur reynt að senda þjóðvarðliða til Portland, sem þykir mjög vinstri sinnuð borg, en dómarar hafa staðið í vegi hans. Spennan hefur verið nokkuð mikil þar á undanförnum mánuðum og hafa mótmæli verið við höfuðstöðvar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) þar. Dan Rayfield, dómsmálaráðherra Oregon, hefur heitið því að atvikið verði rannsakað í þaula og komist verði til botns í því hvort alríkisútsendarar hafi farið eftir reglum. Þeir verði ákærðir ef tilefni þykir til.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira