Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar 9. janúar 2026 09:01 Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland. Spurt hefur verið: Verður Ísland næst? Í þessu samhengi spyr ég mig: Hvað er hér að fá sem ekki er hægt að kaupa, eða við nú þegar búin að afsala okkur til bandarískra stjórnvalda? Hvaða vermæti okkar eru eftirsóknarverð fyrir aðra en okkur? Mitt svar er: Lega landsins, kalt og heitt vatn; orka; enn nokkuð ómengaðir firðir og hafsvæði; land og ósnortin víðátta. Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar tryggt sér nýtingu á legu landsins með tvíhliða varnarsamningi með viðbótum og breytingum (sjá yfirlit ) og nú síðast með samkomulagi (ekki á yfirlitinu) um uppbyggingu á svokölluðum „Operational Locations“ sem sumir kalla „starfstöðvar“ en ég kalla herstöðvar . Restina af auðæfum okkar geta bandarísk fyrirtæki og fjárfestar eflaust keypt eða fengið aðgang að. Í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og íslenskra stjórnvalda frá 2016 er fjallað um hvernig megi nútímavæða varnarsamninginn frá 1951 eftir að varanlegri viðveru bandarísks herliðs lauk árið 2006. Árið 2017 uppfærðu utanríkisráðuneytið og bandaríska varnamálaráðuneytið (stríðsmálaráðuneytið eftir nafnabreytingu 2025) þennan samning með samkomulagi, sem staðfest var með „nótuskiptum“ í Reykjavík dagana 13. og 17. október 2017. Um þennan samning var fjallað í Kveik þætti RUV 2025 , en ótrúlega lítil umræða hefur farið fram um hvað þetta samkomulag þýði í raun og hvað það muni kosta okkur Íslendinga í víðustu merkingu þess orðs. Ég hef því miður ekki fundið samninginn á íslensku en hér má nálgast hann á ensku. Eftirfarandi er lausleg þýðing á inngangi og þremur greinum samningsins sem mér finnast áhugaverðar. Í upphafi samningsins er vísað í 1. gr. almenns viðauka við varnarsamninginn sem kveður á um „aðgang að flugvöllum, höfnum og öðrum stöðum innan Íslands og aðliggjandi haf- og loftsvæðum, eins og samið er um hverju sinni milli [Bandaríkja Norður-Ameríku og Lýðveldisins Íslands], eftir því sem hernaðarástand krefst vegna varnar Íslands, varnar Norður-Atlantshafssvæðisins eða í öðrum tilgangi sem [Bandaríkin og Lýðveldið Ísland] kunna að koma sér saman um“, og með frekari vísan til anda þeirra skuldbindinga sem gerðar voru í sameiginlegri yfirlýsingu, leyfir sendiráðið sér hér með að leggja til eftirfarandi samning, þar með talið ákvæði er varða „Operational Locations“, milli ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku („Bandaríkjanna“) og ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands („Íslands“), sem hér eftir eru sameiginlega nefndir „aðilarnir“ og hvor um sig nefndur „aðili“. Grein 4 Ísland skal gera Bandaríkjunum, án endurgjalds, aðgengilegar „Operational Locations“ og skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja óhindraðan aðgang að og notkun á „Operational Locations“, án þess að Bandaríkin greiði Íslandi, íslenskum ríkisborgurum eða öðrum aðilum nokkrar bætur vegna slíks aðgangs eða notkunar. Grein 9 Í tengslum við að auðvelda aðgang og notkun „Operational Locations“ skulu aðilar taka tillit til rekstrar- og öryggistengdra sjónarmiða. Ísland heldur áfram að bera meginábyrgð á öryggi utan „Operational Locations“. Íslensk stjórnvöld skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja vernd, öryggi og öryggisgæslu bandarísks herliðs, bandarískra eigna og verktaka. Bandarískt herlið skal heimilt að beita öllum þeim réttindum og valdheimildum sem nauðsynlegar eru vegna notkunar, reksturs, varnar eða stjórnunar „Operational Locations“, þar á meðal réttinum til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja aga og til að vernda bandarískt herlið, bandarískar eignir og verktaka. Íslensk stjórnvöld og bandarískt herlið skulu eiga náið samstarf til að tryggja að slíkt öryggi, vernd og öryggisgæsla sé veitt. Grein 16 Allar deilur um túlkun eða beitingu þessa samnings skulu eingöngu leystar með samráði, sem skal fara fram á lægsta valdsviði, og skal ekki vísað til innlendra eða alþjóðlegra dómstóla, gerðardóms eða annars sambærilegs aðila, eða til þriðja aðila til úrlausnar. Þar sem ég hef unnið á herstöð og starfað náið með erlendum hernaðaryfirvöldum og hermönnum geri ég mér grein fyrir takmörkunum erlends herliðs í að skapa öryggi og vernd fyrir óbreyttra borgara. Því finnst mér vanta nánari skoðun á gagnsemi bandarísks herliðs fyrir okkur og einnig skoðun á hugsanlegri hættu sem samkomulagið gæti haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Það er ljóst að það hentar bandaríska hermálaráðuneytinu að hafa herstöðvar/„operational Locations“ á Íslandi og að öryggi hermanna sé tryggt, en spurning er hvaða vernd og öryggi veitir bandarískt herlið íbúum landsins með veru sinni á landinu? Í ljósi þess sem stjórnvöld í Bandaríkjanna eru að gera og segja þessa dagana, ætti að þýða, birta og lesa samninginn með það að markmiði að skoða nánar hvað felst í útfærslu á okkar tvíhliða varnarsamkomulagi við Bandaríkin. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað á herstöðvum í Afganistan auk búsetu og starfa í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland. Spurt hefur verið: Verður Ísland næst? Í þessu samhengi spyr ég mig: Hvað er hér að fá sem ekki er hægt að kaupa, eða við nú þegar búin að afsala okkur til bandarískra stjórnvalda? Hvaða vermæti okkar eru eftirsóknarverð fyrir aðra en okkur? Mitt svar er: Lega landsins, kalt og heitt vatn; orka; enn nokkuð ómengaðir firðir og hafsvæði; land og ósnortin víðátta. Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar tryggt sér nýtingu á legu landsins með tvíhliða varnarsamningi með viðbótum og breytingum (sjá yfirlit ) og nú síðast með samkomulagi (ekki á yfirlitinu) um uppbyggingu á svokölluðum „Operational Locations“ sem sumir kalla „starfstöðvar“ en ég kalla herstöðvar . Restina af auðæfum okkar geta bandarísk fyrirtæki og fjárfestar eflaust keypt eða fengið aðgang að. Í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og íslenskra stjórnvalda frá 2016 er fjallað um hvernig megi nútímavæða varnarsamninginn frá 1951 eftir að varanlegri viðveru bandarísks herliðs lauk árið 2006. Árið 2017 uppfærðu utanríkisráðuneytið og bandaríska varnamálaráðuneytið (stríðsmálaráðuneytið eftir nafnabreytingu 2025) þennan samning með samkomulagi, sem staðfest var með „nótuskiptum“ í Reykjavík dagana 13. og 17. október 2017. Um þennan samning var fjallað í Kveik þætti RUV 2025 , en ótrúlega lítil umræða hefur farið fram um hvað þetta samkomulag þýði í raun og hvað það muni kosta okkur Íslendinga í víðustu merkingu þess orðs. Ég hef því miður ekki fundið samninginn á íslensku en hér má nálgast hann á ensku. Eftirfarandi er lausleg þýðing á inngangi og þremur greinum samningsins sem mér finnast áhugaverðar. Í upphafi samningsins er vísað í 1. gr. almenns viðauka við varnarsamninginn sem kveður á um „aðgang að flugvöllum, höfnum og öðrum stöðum innan Íslands og aðliggjandi haf- og loftsvæðum, eins og samið er um hverju sinni milli [Bandaríkja Norður-Ameríku og Lýðveldisins Íslands], eftir því sem hernaðarástand krefst vegna varnar Íslands, varnar Norður-Atlantshafssvæðisins eða í öðrum tilgangi sem [Bandaríkin og Lýðveldið Ísland] kunna að koma sér saman um“, og með frekari vísan til anda þeirra skuldbindinga sem gerðar voru í sameiginlegri yfirlýsingu, leyfir sendiráðið sér hér með að leggja til eftirfarandi samning, þar með talið ákvæði er varða „Operational Locations“, milli ríkisstjórnar Bandaríkja Norður-Ameríku („Bandaríkjanna“) og ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands („Íslands“), sem hér eftir eru sameiginlega nefndir „aðilarnir“ og hvor um sig nefndur „aðili“. Grein 4 Ísland skal gera Bandaríkjunum, án endurgjalds, aðgengilegar „Operational Locations“ og skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja óhindraðan aðgang að og notkun á „Operational Locations“, án þess að Bandaríkin greiði Íslandi, íslenskum ríkisborgurum eða öðrum aðilum nokkrar bætur vegna slíks aðgangs eða notkunar. Grein 9 Í tengslum við að auðvelda aðgang og notkun „Operational Locations“ skulu aðilar taka tillit til rekstrar- og öryggistengdra sjónarmiða. Ísland heldur áfram að bera meginábyrgð á öryggi utan „Operational Locations“. Íslensk stjórnvöld skulu gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja vernd, öryggi og öryggisgæslu bandarísks herliðs, bandarískra eigna og verktaka. Bandarískt herlið skal heimilt að beita öllum þeim réttindum og valdheimildum sem nauðsynlegar eru vegna notkunar, reksturs, varnar eða stjórnunar „Operational Locations“, þar á meðal réttinum til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja aga og til að vernda bandarískt herlið, bandarískar eignir og verktaka. Íslensk stjórnvöld og bandarískt herlið skulu eiga náið samstarf til að tryggja að slíkt öryggi, vernd og öryggisgæsla sé veitt. Grein 16 Allar deilur um túlkun eða beitingu þessa samnings skulu eingöngu leystar með samráði, sem skal fara fram á lægsta valdsviði, og skal ekki vísað til innlendra eða alþjóðlegra dómstóla, gerðardóms eða annars sambærilegs aðila, eða til þriðja aðila til úrlausnar. Þar sem ég hef unnið á herstöð og starfað náið með erlendum hernaðaryfirvöldum og hermönnum geri ég mér grein fyrir takmörkunum erlends herliðs í að skapa öryggi og vernd fyrir óbreyttra borgara. Því finnst mér vanta nánari skoðun á gagnsemi bandarísks herliðs fyrir okkur og einnig skoðun á hugsanlegri hættu sem samkomulagið gæti haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Það er ljóst að það hentar bandaríska hermálaráðuneytinu að hafa herstöðvar/„operational Locations“ á Íslandi og að öryggi hermanna sé tryggt, en spurning er hvaða vernd og öryggi veitir bandarískt herlið íbúum landsins með veru sinni á landinu? Í ljósi þess sem stjórnvöld í Bandaríkjanna eru að gera og segja þessa dagana, ætti að þýða, birta og lesa samninginn með það að markmiði að skoða nánar hvað felst í útfærslu á okkar tvíhliða varnarsamkomulagi við Bandaríkin. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað á herstöðvum í Afganistan auk búsetu og starfa í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun