Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar 8. janúar 2026 07:02 Öll sem aka í Reykjavík þekkja það að sóa tíma í bílnum. Föst í umferð. Líka fólk sem notar Strætó. Ef ekkert er að gert mun þetta versna áður en það batnar. Ég er oft spurður hvort ég sé með eða móti Borgarlínu. Hvort ég sé með eða á móti einkabílnum. Svarið er einfalt. Bæði er betra. Skautun er ekki pólitík Viðreisnar. Hún leysir engan vanda. Ég stend fyrir valfrelsi í samgöngum sem þýðir að ég vil að fólk geti valið einkabíl, almenningssamgöngur, að hjóla eða að ganga. Hlutverk ríkis og borgar er að tryggja að valkostirnir virki. Betri samgöngur ohf. eru að keyra auglýsingar á samfélagsmiðlum til að skýra Borgarlínuna, og biðla til okkar að sýna þolinmæði og biðlund á framkvæmdatímanum. Sem er um 10 ár gangi áætlanir eftir. En þetta snýst ekki um þolinmæði, heldur um skert lífsgæði í heilan áratug. Við munum ekki þola óbreytt ástand svo lengi. Ef við viljum að höfuðborgarsvæðið virki eins og alvöru borgarsamfélag, þá verðum við að ráðast í aðgerðir núna. Höfuðborgarsvæðið hefur verið fjársvelt í samgönguframkvæmdum alltof lengi. Næstu tíu ár verða að vera framkvæmdaár. Það þýðir fjölbreyttir valkostir fyrir borgarbúa. Borgarlína og framkvæmdir fyrir bílaumferð, eins og Sundabraut, stokkar á Sæbraut og Miklubraut, og mislæg gatnamót við Sæbraut. Þetta er ekki annaðhvort- eða, heldur bæði- og. Það er búið að hugsa þetta, núna þarf að framkvæma. Við þurfum samhliða Borgarlínu og framkvæmdum við stokka að grípa strax til aðgerða til að greiða fyrir umferð. Svo sem að: reisa strax mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar, en núverandi gatnamót tefja fyrir umferð um alla austurborgina. setja snjallar ljósastýringar á stofnleiðir. Sem bætir umferðarflæði um 10-15%. auka tíðni strætó og veita forgang á gatnamótum. Sem breytir ferðavenjum og dregur úr bílaumferð. ná samkomulagi um sveigjanlegan vinnutíma í skólum og hjá stærstu vinnustöðum ríkis og borgar. Við þurfum ekki öll að mæta milli 8 og 9 á morgnana og hætta á sama tíma seinnipartinn. Þetta eru raunhæfar aðgerðir sem létta á umferð á meðan framkvæmdir standa yfir við stóru verkefnin og munu skila góðum árangri til lengri tíma. Ég sé fyrir mér borg þar sem umferð gengur greið og borgarbúar hafa val um að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Ég styð Borgarlínu, af því hún er nauðsynleg fyrir vaxandi borg. Ég styð einnig Sundabraut og stokka við Sæbraut og Miklubraut því flest munu áfram keyra. Ég styð áframhaldandi uppbyggingu stígakerfisins, því fjölbreyttar samgöngur gera borgina betri. Ábyrg samgöngustefna byggir á framtíðarsýn þar sem við öll getum notið fjölbreyttra vistvænna ferðamáta, en þarf líka að virka fyrir okkur sem erum föst í umferð núna. Við skuldum borgarbúum meira en hvatningu um biðlund í 10 ár. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öll sem aka í Reykjavík þekkja það að sóa tíma í bílnum. Föst í umferð. Líka fólk sem notar Strætó. Ef ekkert er að gert mun þetta versna áður en það batnar. Ég er oft spurður hvort ég sé með eða móti Borgarlínu. Hvort ég sé með eða á móti einkabílnum. Svarið er einfalt. Bæði er betra. Skautun er ekki pólitík Viðreisnar. Hún leysir engan vanda. Ég stend fyrir valfrelsi í samgöngum sem þýðir að ég vil að fólk geti valið einkabíl, almenningssamgöngur, að hjóla eða að ganga. Hlutverk ríkis og borgar er að tryggja að valkostirnir virki. Betri samgöngur ohf. eru að keyra auglýsingar á samfélagsmiðlum til að skýra Borgarlínuna, og biðla til okkar að sýna þolinmæði og biðlund á framkvæmdatímanum. Sem er um 10 ár gangi áætlanir eftir. En þetta snýst ekki um þolinmæði, heldur um skert lífsgæði í heilan áratug. Við munum ekki þola óbreytt ástand svo lengi. Ef við viljum að höfuðborgarsvæðið virki eins og alvöru borgarsamfélag, þá verðum við að ráðast í aðgerðir núna. Höfuðborgarsvæðið hefur verið fjársvelt í samgönguframkvæmdum alltof lengi. Næstu tíu ár verða að vera framkvæmdaár. Það þýðir fjölbreyttir valkostir fyrir borgarbúa. Borgarlína og framkvæmdir fyrir bílaumferð, eins og Sundabraut, stokkar á Sæbraut og Miklubraut, og mislæg gatnamót við Sæbraut. Þetta er ekki annaðhvort- eða, heldur bæði- og. Það er búið að hugsa þetta, núna þarf að framkvæma. Við þurfum samhliða Borgarlínu og framkvæmdum við stokka að grípa strax til aðgerða til að greiða fyrir umferð. Svo sem að: reisa strax mislæg gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar, en núverandi gatnamót tefja fyrir umferð um alla austurborgina. setja snjallar ljósastýringar á stofnleiðir. Sem bætir umferðarflæði um 10-15%. auka tíðni strætó og veita forgang á gatnamótum. Sem breytir ferðavenjum og dregur úr bílaumferð. ná samkomulagi um sveigjanlegan vinnutíma í skólum og hjá stærstu vinnustöðum ríkis og borgar. Við þurfum ekki öll að mæta milli 8 og 9 á morgnana og hætta á sama tíma seinnipartinn. Þetta eru raunhæfar aðgerðir sem létta á umferð á meðan framkvæmdir standa yfir við stóru verkefnin og munu skila góðum árangri til lengri tíma. Ég sé fyrir mér borg þar sem umferð gengur greið og borgarbúar hafa val um að ganga, hjóla, taka strætó eða keyra. Ég styð Borgarlínu, af því hún er nauðsynleg fyrir vaxandi borg. Ég styð einnig Sundabraut og stokka við Sæbraut og Miklubraut því flest munu áfram keyra. Ég styð áframhaldandi uppbyggingu stígakerfisins, því fjölbreyttar samgöngur gera borgina betri. Ábyrg samgöngustefna byggir á framtíðarsýn þar sem við öll getum notið fjölbreyttra vistvænna ferðamáta, en þarf líka að virka fyrir okkur sem erum föst í umferð núna. Við skuldum borgarbúum meira en hvatningu um biðlund í 10 ár. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun