Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar 6. janúar 2026 09:01 Það er vissulega ánægjulegt þegar ráðuneyti lýsir yfir áhuga á að „efla“ menningarstofnanir. Vandinn er sá að orð eru ódýr og í þessu máli eru þau beinlínis í andstöðu við verkin. Tillaga um sameiningu þriggja safna er kynnt sem framfaraskref, en þegar rýnt er í ferlið blasir við samansafn af fljótfærni, faglegu ábyrgðarleysi og skorti á gagnsæi sem hlýtur að teljast óásættanlegt þegar um jafn viðkvæma starfsemi er að ræða. Ferlið sjálft vekur strax tortryggni. Ákvörðun sem hefur í för með sér grundvallarbreytingar á starfsemi safna virðist hafa verið tekin í lokuðu rými, á grundvelli „fýsileikakönnunar“ sem hvorki var unnin af sérfræðingum á sviði safnamála né studd víðtæku samráði. Starfsfólk stofnananna, fólk sem býr yfir áratugaþekkingu á viðfangsefninu var látið standa hjá, eins og um formsatriði væri að ræða en ekki kjarnastarfsemi þeirra. Þetta er ekki stefnumótun. Þetta er stjórnsýsla í hraðferð. Þegar vísað er til erlendra fyrirmynda reynist sú röksemd jafn hol og hún er þreytandi. Jú, samrunar hafa átt sér stað í nágrannalöndum en þar voru þeir undirbúnir árum saman, með stefnumótun, fjárfestingum, greiningum og raunverulegu samtali við fagfólk og almenning. Þar var ekki gripið til skyndilausna. Hér er hins vegar reynt að klæða vanundirbúið frumhlaup í búning norrænnar skynsemi. Sá búningur passar ekki. Eitt af yfirlýstum meginmarkmiðum sameiningarinnar á að vera fjárhagsleg hagræðing. Samt liggja engir útreikningar fyrir. Engin sviðsmyndagreining. Engin gögn sem sýna hvernig sparnaður á að nást – eða hvað hann á að kosta. Enn alvarlegra er að fjárhagsleg hagræðing er sett fram án nokkurs samhengis við hitt stóra loforðið: eflingu faglegs starfs. Hvernig á að efla faglegt starf með niðurskurði, samþjöppun og óljósri stjórnskiptingu? Þessi spurning fær ekkert svar, líklega vegna þess að svarið er óþægilegt. Starfsemi safnanna þriggja er í eðli sínu ólík. Tilgangur þeirra, aðferðir og faglegar forsendur eru ekki samhæfðar nema að mjög litlu leyti – helst á sviði stafvæðingar. Að gera stafræna innviði að réttlætingu fyrir stofnanalegri sameiningu er eins og að sameina sjúkrahús, bókasafn og leikhús vegna þess að þau nota öll rafmagn. Slík rök standast enga faglega skoðun. Þvert á móti kalla þessar ólíku stofnanir á skýrt sjálfstæði, sérhæfingu og ábyrgð, ekki óljósa regnhlífarstofnun sem enginn veit hvernig á að stýra. Alvarlegast er þó hvernig komið er fram við Kvikmyndasafn Íslands. Þar hefur á undanförnum árum verið byggt markvisst upp hlutverk safnsins sem skilaskyldustofnunar og varðveisluaðila kvikmyndaarfs þjóðarinnar. Það starf er brothætt, dýrt og krefst sérfræðiþekkingar. Með fyrirhugaðri sameiningu er vegið að þessu hlutverki, sjálfstæði safnsins smækkað og því þröngvað inn sem deild í ritmálsmiðaðri stofnun þar sem kvikmyndin verður jaðarviðfangsefni. Þetta er ekki „efling“. Þetta er afturför. Kvikmyndalist hefur í áratugi þurft að berjast fyrir viðurkenningu sinni sem menningararfur. Sú barátta hefur skilað árangri ekki síst vegna hugsjónafólks sem hefur staðið vörð um varðveislu og miðlun. Að grafa undan þeirri vinnu með vanhugsuðum stjórnsýsluaðgerðum er ekki aðeins skammsýnt, heldur ábyrgðarlaust. Í þessu máli er verið að taka stórar, afdrifaríkar ákvarðanir án þess að leggja fram rök, gögn eða framtíðarsýn sem stenst faglega skoðun. Það er ekki styrkur að hlaupa hratt í ranga átt. Það er veikleiki. Og þegar um menningararf er að ræða, er slíkur veikleiki lúxus sem samfélagið hefur einfaldlega ekki efni á. Minni okkar birtist nú í hreyfimynd sem ljós og skuggar, raddir og þögn. Það er ómetanlegur arfur forfeðra okkar, ekki ólíkur fornum bókum sem bera í sér spor tíma og lífs. Í kvikmyndinni renna fortíð og nútíð saman í eina heild bæði í hljóði og mynd. Því er sárt, og raunar óbærilegt, að hugsa til þess að slíku minni verði fórnað með einu pennastriki, án þess að staldrað sé við og afleiðingarnar íhugaðar. Höfundur hefur starfað sem kvikmyndagerðamaður í tæp 40 ár og unnið að varðveislu og miðlun kvikmyndaarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er vissulega ánægjulegt þegar ráðuneyti lýsir yfir áhuga á að „efla“ menningarstofnanir. Vandinn er sá að orð eru ódýr og í þessu máli eru þau beinlínis í andstöðu við verkin. Tillaga um sameiningu þriggja safna er kynnt sem framfaraskref, en þegar rýnt er í ferlið blasir við samansafn af fljótfærni, faglegu ábyrgðarleysi og skorti á gagnsæi sem hlýtur að teljast óásættanlegt þegar um jafn viðkvæma starfsemi er að ræða. Ferlið sjálft vekur strax tortryggni. Ákvörðun sem hefur í för með sér grundvallarbreytingar á starfsemi safna virðist hafa verið tekin í lokuðu rými, á grundvelli „fýsileikakönnunar“ sem hvorki var unnin af sérfræðingum á sviði safnamála né studd víðtæku samráði. Starfsfólk stofnananna, fólk sem býr yfir áratugaþekkingu á viðfangsefninu var látið standa hjá, eins og um formsatriði væri að ræða en ekki kjarnastarfsemi þeirra. Þetta er ekki stefnumótun. Þetta er stjórnsýsla í hraðferð. Þegar vísað er til erlendra fyrirmynda reynist sú röksemd jafn hol og hún er þreytandi. Jú, samrunar hafa átt sér stað í nágrannalöndum en þar voru þeir undirbúnir árum saman, með stefnumótun, fjárfestingum, greiningum og raunverulegu samtali við fagfólk og almenning. Þar var ekki gripið til skyndilausna. Hér er hins vegar reynt að klæða vanundirbúið frumhlaup í búning norrænnar skynsemi. Sá búningur passar ekki. Eitt af yfirlýstum meginmarkmiðum sameiningarinnar á að vera fjárhagsleg hagræðing. Samt liggja engir útreikningar fyrir. Engin sviðsmyndagreining. Engin gögn sem sýna hvernig sparnaður á að nást – eða hvað hann á að kosta. Enn alvarlegra er að fjárhagsleg hagræðing er sett fram án nokkurs samhengis við hitt stóra loforðið: eflingu faglegs starfs. Hvernig á að efla faglegt starf með niðurskurði, samþjöppun og óljósri stjórnskiptingu? Þessi spurning fær ekkert svar, líklega vegna þess að svarið er óþægilegt. Starfsemi safnanna þriggja er í eðli sínu ólík. Tilgangur þeirra, aðferðir og faglegar forsendur eru ekki samhæfðar nema að mjög litlu leyti – helst á sviði stafvæðingar. Að gera stafræna innviði að réttlætingu fyrir stofnanalegri sameiningu er eins og að sameina sjúkrahús, bókasafn og leikhús vegna þess að þau nota öll rafmagn. Slík rök standast enga faglega skoðun. Þvert á móti kalla þessar ólíku stofnanir á skýrt sjálfstæði, sérhæfingu og ábyrgð, ekki óljósa regnhlífarstofnun sem enginn veit hvernig á að stýra. Alvarlegast er þó hvernig komið er fram við Kvikmyndasafn Íslands. Þar hefur á undanförnum árum verið byggt markvisst upp hlutverk safnsins sem skilaskyldustofnunar og varðveisluaðila kvikmyndaarfs þjóðarinnar. Það starf er brothætt, dýrt og krefst sérfræðiþekkingar. Með fyrirhugaðri sameiningu er vegið að þessu hlutverki, sjálfstæði safnsins smækkað og því þröngvað inn sem deild í ritmálsmiðaðri stofnun þar sem kvikmyndin verður jaðarviðfangsefni. Þetta er ekki „efling“. Þetta er afturför. Kvikmyndalist hefur í áratugi þurft að berjast fyrir viðurkenningu sinni sem menningararfur. Sú barátta hefur skilað árangri ekki síst vegna hugsjónafólks sem hefur staðið vörð um varðveislu og miðlun. Að grafa undan þeirri vinnu með vanhugsuðum stjórnsýsluaðgerðum er ekki aðeins skammsýnt, heldur ábyrgðarlaust. Í þessu máli er verið að taka stórar, afdrifaríkar ákvarðanir án þess að leggja fram rök, gögn eða framtíðarsýn sem stenst faglega skoðun. Það er ekki styrkur að hlaupa hratt í ranga átt. Það er veikleiki. Og þegar um menningararf er að ræða, er slíkur veikleiki lúxus sem samfélagið hefur einfaldlega ekki efni á. Minni okkar birtist nú í hreyfimynd sem ljós og skuggar, raddir og þögn. Það er ómetanlegur arfur forfeðra okkar, ekki ólíkur fornum bókum sem bera í sér spor tíma og lífs. Í kvikmyndinni renna fortíð og nútíð saman í eina heild bæði í hljóði og mynd. Því er sárt, og raunar óbærilegt, að hugsa til þess að slíku minni verði fórnað með einu pennastriki, án þess að staldrað sé við og afleiðingarnar íhugaðar. Höfundur hefur starfað sem kvikmyndagerðamaður í tæp 40 ár og unnið að varðveislu og miðlun kvikmyndaarfs.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun