Innlent

Ein brenna í Reykja­vík

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Nokkrar flugeldasýningar verða á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrar flugeldasýningar verða á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Einungis ein brenna verður haldin í Reykjavík á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar. Brennum hefur farið fækkandi undanfarin ár. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að brennan verði haldin við Gufunesbæ og hefst dagskrá klukkan sex. Jólasveinar mæta til að kveðja og Jón Jónsson flytur tónlist. Þrettándagleðinni lýkur svo með flugeldasýningu klukkan sjö. 

Síðustu tvö ár hafa verið tvær brennur, annars vegar við Gufunesbæ og hins vegar við Ægisíðu. 

Einnig verður hægt að sækja Þrettándagleði í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Í Hafnarfirði verður skemmtun á Thorsplani og þar mun Leikhópurinn Lotta stíga á svið. Gleðinni lýkur með flugeldasýningu. 

Í Mosfellsbæ leiðir skátafélagið Mosverjar blysför frá Miðbæjartorginu að brennunni sem verður fyrir neðan Holtahverfið við Leirvoginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×