Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar 5. janúar 2026 13:30 Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. En hver er staðan? Á árunum 2017 - 2024 var fólksfjölgun á Íslandi fimmtánfalt meiri í samanburði við evrópu meðaltal og fjórfalt meiri í samanburði við hin norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara er 68% af þessari fjölgun. Íbúum landsins hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá árinu 2017. Þetta er auðvitað gríðarleg fjölgun á tiltölulega stuttum tíma. Við til dæmis stöndum frammi fyrir því að vera með séríslensk ákvæði í útlendingalöggjöfinni sem gerir okkur erfiðara fyrir í þessu sambandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er að vinna í því að afnema þessar séríslensku reglur og ber hæst að nefna afnám hinnar svokölluðu 18 mánaða reglu en hún felur í sér að ef umsókn um dvalarleyfi hefur ekki verið tekin fyrir innan 18 mánaða er hún sjálfkrafa samþykkt. Í málum þar sem einstaklingum hefur verið synjað um dvalarleyfi og þeir ekki sýnt samstarfsvilja við stjórnvöld hafa þeir verið settir í fangelsi. Það er ótækt og ómannúðlegt. Í nóvember höfðu 29 einstaklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en á árinu 2024 voru þeir 59 talsins. Það gefur augaleið að slíkt er ekki réttlætanlegt. Því er mikilvægt að bregðast við því ástandi sem skapast hefur og Viðreisn gengur í verkin. Ísland er eina Schengen ríkið sem ekki starfrækir brottfararstöð. Nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð bregst við þessu. Einstaklingar sem kjósa að fylgja ekki fyrirmælum stjórnvalda og neita að yfirgefa landið í kjölfar synjunar koma til með að vera vistaðir á brottfararstöð en ekki í fangelsum. Mikilvægt er að árétta að fólk verður ekki þvingað til vistunar ef það fylgir fyrirmælum, sinnir tilkynningarskyldu sinni og fer eftir lögum og reglum. Brottfararstöðin verður nýtt sem allra síðasta úrræði í þeim málum sem einstaklingar neita að fylgja lögum. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að öll heilbrigðisþjónusta verður tryggð, þar á meðal geðræn þjónusta og þjónusta fatlaðra. Allir vistmenn hafa rétt til útiveru, tómstundaiðju, líkamsrækt og rétt sinn til að iðka sína trú og siði. Barnshafandi konur fá alla þá aðstoð sem þurfa þykir hvort sem það er mæðravernd eða fæðingaraðstoð. Einstaklingar munu hafa aðgang að fjölmiðlum, taka á móti gestum, hringja og taka á móti símtölum. Öll umræða um að þessir hlutir verði ekki til staðar heldur engu vatni þar sem þetta stendur svart á hvítu í frumvarpinu sjálfu. Mikið er rætt og ritað um vistun barna á brottfararstöð, eðlilega. Því er mikilvægt að árétta að fylgdarlaus börn verða EKKI vistuð á brottfarastöð. Börn verða eingöngu vistuð með foreldrum sínum, aðgreind frá öðrum vistmönnum. Í öllum tilfellum þar sem börn koma við sögu þarf ávallt að gera barnavernd viðvart ásamt því að bera ákvörðunina undir héraðsdóm. Í frumvarpinu segir að vistunartími barna skuli vera eins stuttur og hægt er og ekki lengri en þrír sólarhringar. Heimild er fyrir því að í undantekningartilvikum geti vistun verið framlengd en þó aldrei þannig að samanlagður vistunartími barns verði lengri en níu dagar. Vistunartími fullorðinna einstaklinga er sömuleiðis mjög skýr í frumvarpinu en vistunartími skal ekki vera lengri en fjórar vikur í senn. Heimilt er að framlengja vistun ef nauðsyn krefur en þó aldrei lengur en tólf vikur. Fyrir mér er það deginum ljósara að tilkoma brottfararstöðvar er gríðarlega mikilvæg. Hún tryggir mannúð í ferlinu og kemur til með að stuðla að betri og réttlátari málsmeðferð þeirra sem gert hefur verið að yfirgefa landið. Einnig er mikilvægt að taka það skýrt fram að þetta er algjört neyðarúrræði fyrir þá sem hafa fengið synjun við umsókn um dvalarleyfi, nýtt sinn kærurétt og aftur fengið synjun og neita að yfirgefa landið. Þeir einstaklingar og þær fjölskyldur sem sýna samstarfsvilja og fylgja lögum stjórnvalda koma ekki til með að vera vistuð á brottfararstöð. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brottfararstöð fyrir útlendinga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. En hver er staðan? Á árunum 2017 - 2024 var fólksfjölgun á Íslandi fimmtánfalt meiri í samanburði við evrópu meðaltal og fjórfalt meiri í samanburði við hin norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara er 68% af þessari fjölgun. Íbúum landsins hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá árinu 2017. Þetta er auðvitað gríðarleg fjölgun á tiltölulega stuttum tíma. Við til dæmis stöndum frammi fyrir því að vera með séríslensk ákvæði í útlendingalöggjöfinni sem gerir okkur erfiðara fyrir í þessu sambandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er að vinna í því að afnema þessar séríslensku reglur og ber hæst að nefna afnám hinnar svokölluðu 18 mánaða reglu en hún felur í sér að ef umsókn um dvalarleyfi hefur ekki verið tekin fyrir innan 18 mánaða er hún sjálfkrafa samþykkt. Í málum þar sem einstaklingum hefur verið synjað um dvalarleyfi og þeir ekki sýnt samstarfsvilja við stjórnvöld hafa þeir verið settir í fangelsi. Það er ótækt og ómannúðlegt. Í nóvember höfðu 29 einstaklingar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en á árinu 2024 voru þeir 59 talsins. Það gefur augaleið að slíkt er ekki réttlætanlegt. Því er mikilvægt að bregðast við því ástandi sem skapast hefur og Viðreisn gengur í verkin. Ísland er eina Schengen ríkið sem ekki starfrækir brottfararstöð. Nýtt frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð bregst við þessu. Einstaklingar sem kjósa að fylgja ekki fyrirmælum stjórnvalda og neita að yfirgefa landið í kjölfar synjunar koma til með að vera vistaðir á brottfararstöð en ekki í fangelsum. Mikilvægt er að árétta að fólk verður ekki þvingað til vistunar ef það fylgir fyrirmælum, sinnir tilkynningarskyldu sinni og fer eftir lögum og reglum. Brottfararstöðin verður nýtt sem allra síðasta úrræði í þeim málum sem einstaklingar neita að fylgja lögum. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að öll heilbrigðisþjónusta verður tryggð, þar á meðal geðræn þjónusta og þjónusta fatlaðra. Allir vistmenn hafa rétt til útiveru, tómstundaiðju, líkamsrækt og rétt sinn til að iðka sína trú og siði. Barnshafandi konur fá alla þá aðstoð sem þurfa þykir hvort sem það er mæðravernd eða fæðingaraðstoð. Einstaklingar munu hafa aðgang að fjölmiðlum, taka á móti gestum, hringja og taka á móti símtölum. Öll umræða um að þessir hlutir verði ekki til staðar heldur engu vatni þar sem þetta stendur svart á hvítu í frumvarpinu sjálfu. Mikið er rætt og ritað um vistun barna á brottfararstöð, eðlilega. Því er mikilvægt að árétta að fylgdarlaus börn verða EKKI vistuð á brottfarastöð. Börn verða eingöngu vistuð með foreldrum sínum, aðgreind frá öðrum vistmönnum. Í öllum tilfellum þar sem börn koma við sögu þarf ávallt að gera barnavernd viðvart ásamt því að bera ákvörðunina undir héraðsdóm. Í frumvarpinu segir að vistunartími barna skuli vera eins stuttur og hægt er og ekki lengri en þrír sólarhringar. Heimild er fyrir því að í undantekningartilvikum geti vistun verið framlengd en þó aldrei þannig að samanlagður vistunartími barns verði lengri en níu dagar. Vistunartími fullorðinna einstaklinga er sömuleiðis mjög skýr í frumvarpinu en vistunartími skal ekki vera lengri en fjórar vikur í senn. Heimilt er að framlengja vistun ef nauðsyn krefur en þó aldrei lengur en tólf vikur. Fyrir mér er það deginum ljósara að tilkoma brottfararstöðvar er gríðarlega mikilvæg. Hún tryggir mannúð í ferlinu og kemur til með að stuðla að betri og réttlátari málsmeðferð þeirra sem gert hefur verið að yfirgefa landið. Einnig er mikilvægt að taka það skýrt fram að þetta er algjört neyðarúrræði fyrir þá sem hafa fengið synjun við umsókn um dvalarleyfi, nýtt sinn kærurétt og aftur fengið synjun og neita að yfirgefa landið. Þeir einstaklingar og þær fjölskyldur sem sýna samstarfsvilja og fylgja lögum stjórnvalda koma ekki til með að vera vistuð á brottfararstöð. Höfundur er starfsmaður Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun