Körfubolti

Upp­fært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rússneska körfuboltagoðsögnin Natalia Vieru fær mikla athygli vegna hæðar sinnar, hvað þá þegar hún er orðin blá að lit.
Rússneska körfuboltagoðsögnin Natalia Vieru fær mikla athygli vegna hæðar sinnar, hvað þá þegar hún er orðin blá að lit. @natali_vieru15

Rússneska körfuboltagoðsögnin Natalia Vieru er kannski hætt að spila en hún er ekki hætt að vekja umtal.

Vieru vakti þannig mikla athygli um helgina er hún þóttist fara í bíó á Avatar 3-kvikmyndina. Gerði hún myndband með aðstoð gervigreindar.

Viera er nú 36 ára gömul en körfuboltaskórnir fóru upp á hillu árið 2020. Hún vann EuroLeague-deildina sex sinnum á sínum ferli, mest allra í sögunni og var í rússneska landsliðinu sem var einu sæti frá Ólympíuverðlaunum í London 2012.

Hér fyrir neðan má sjá er Vieru þóttist mæta í kvikmyndahúsið.

Uppfært: Vieru notaði gervigreind til þess að búa til efnið sem er ekki raunverulegt. Fréttin hefur því verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×