Körfubolti

Elvar frá­bær í fyrsta leik ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik í kvöld.
Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil Wloclawek byrjuðu nýja árið á flottum heimasigri í pólsku körfuboltadeildinni í kvöld.

Anwil vann þá níu stiga sigur á Dziki Varsjá, 105-96, sem byrjaði daginn sjö sætum ofar í töflunni.

Íslenski landsliðsbakvörðurinn átti mjög flottan leik en Elvar Már var með 22 stig og 3 stoðsendingar í leiknum.

Hann hitti úr 66 prósent skota sinna eða sex af níu, þar af þremur af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann nýtti einnig sjö af níu vítaskotum sínum.

Elvar spilaði 28 mínútur í leiknum og þær vann Anwil með tólf stigum. Hann varð stigahæstur í sínu liði með tveimur stigum meira en Nijal Pearson.

Frábær byrjun á árinu hjá þessum öfluga Njarðvíking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×